Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Qupperneq 140
130
FLINK STÝRIMAÐUR
N. Kv.
það hef eg lengstum verið. Eg hef unað mér
vel í þeirri stöðu. Eg hef æfinlega komið
mér vel við félaga mína, og átt því láni að
fagna, að yfirmönnum mínum hefur geðjast
A'el að mér, og eg gert mér far um að há liylli
þeirra. Já, eg lief verið áiiægður með stöðu
mína. Eg hef líka oft um það hugsað, að
hefði eg verið vel stæður eða ríkur, þá hefði
eg sjálfsagt gert eitthvert glappaskot, ráðist
í eitthvað, sem eg svo hefði tekið út sára
iðrun fyrir á eltir. Og svo hefði eg máske
gleymt því, sem allir eiga að muna, að haga
svo öllu lífi sínu hér í heimi, að þeir á síðan
geti átt góða heimvon.“
Hinn gamli, góði sjómaður þagnaði nu
um stund, og virtist hugsi. Svo tók hann aft-
ur til rnáls og sneri sér að Vilhjálmi:
„Nú hefur þú, drengur rninn, heyrt sögu
Flinks gamla stýrimanns. Eg vona að í henni
niegi heyra sitt af hverju, sem þess er vert,
að stinga því bak við eyrið, eða veita því
eftirtekt. Sagan mín getur verið lærdómsrík.
Eg er nú orðinn gamall maður, og hugur
minn og hjarta talsvert orðið breytt og far-
ið að hvarfla frá þessum heimi. Nú orðið
æski eg Iiel/.t að fá að deyja í friði við guð og
menn — og svo auðvitað, ef eg á að lifa eitt-
hvað lengur, að verða Jieim að dálitlu liði,
sem eg hef tekið tryggð og ástfóstri við. . . . “
„Dálitlu liði? Nei, segið heldur miklu
liðisagði Itú Grafton blíðlega. og tók al-
úðlega í hönd gamla manninum. „Þér hafið
verið okkur að miklu liði, svo miklu. á
þessum [irengingar- og reynslutímum, að eg
fæ eigi skilið, hvernig við hefðum komizt í
gegnum þær hörmungar allar, án yðar góðu
ráða og fulltingis. Og svo eruð þér að tala
um dauðann, kæri vinur minn og tryggða-
tröll! Nei, eg get ekki heyrt yður tala um
dauðann, heldur um lífið, og eg bið guð að
láta yður lifa sem lengst — og hjá okkur.“
„Líf og dauði er í drottins hendi, frú
Grafton,“ greip Flink fram í. „Við sjómenn
verðum sjaldan gamlir. Og eg væri svo
ásáttur með það að bera beinin hér á eynni.
Já, þér horfið á mig, og vður finnst þetta
vera einkennilegur hugsunarháttur; en
gætið þess; að Jiað er allt annað með ykkur,
miðaldra lijón, með blessuð börnin ykkar,
þótt þið þráið að komast liéðan og heim til
átthaganna. Gætið Jiess, að eg er einmana
einstæðingur í veröldinni. Eg hef eigi að
neinu takmarki að keppa. Hef aldrei átt
konu né börn. Hér á eynni hef eg allt sem
hjarta mitt girnist: frið og ró, vinnu og
dægrastyttingu, og lestur guðs heilags orðs.
Þótt eg hins vegar aldrei sleppi úr huga mér
voninni um, að okkur máske einhvern
tíma verði leitað, svo að við sleppum héðan,
])á er jiað ykkar hjónanna og barnanna
vegna, en ekki mín vegna, Jiví að eg mundi
glaður sætta mig við það, að mér yrði valinn
staður undir pálmatrjánum hérna. Já, það
beinlínis gleddi mig„ að fá að deyja hér og
bera hér beinin."
En þar var nú frú Grafton á öðru máli.
„Nei, kæri Flink, Jiað er af og frá að eg geti
verið Jiessu samjiykkt. Þér megið aldrei við
okkur skilja. Þegar að því kemur, að við
flytjumst héðan og heim til átthaganna, þá
flytjið þér með ökkur og verðið æfinlega hjá
okkur, Jiað sem eftir er lífdaganna. Þér verð-
ið að hætta öllum sjóferðum, öllu flakki um
hin víðáttumiklu höf og eyða æfikvöldinu í
hópi okkar hjónanna og barnanna — eins og
þér væruð eitt af Jieim. Þetta er hugsun okk-
ar hjónanna, og þér verðið að samþykkja
Jiað.“
Flink laut höfði nokkrum sinnum, og
sagði svo: ,,Eg Jiakka alúðlega og af hjarta,
herra og frú Grafton. En munum æfinlega,
að guð er sá sem ræður.“
Það var dauðaþögn í stofunni um stund.
Það var frú Grafton, sem rauf þögnina:
„Réttu mér biblíuna, Vilhjálmur!"