Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Blaðsíða 143
N. Kv.
FLINK STÝRIMAÐUR
133
gæti, þá er engin ástæða til að hafna því“
Flink rak upp átakanlegt vein eða skræk,
— og í staðinn fyrir sex, þustu um þrjátíu
svín á harða spretti frarn úr þessu yndislega
beitilandi, með hringaðar rófur, og námu
eigi staðar fyrr en inn í skóginn kom.
„Þau eru alveg tryllt og æðisgengin,“
sagði Villi.
,,Já, og æsast og tryllast meir og meir
með hverjum degi, sem líður. Það verður
eigi hjá því komist, að setja hér öfluga girð-
ingu, því annars rífa þau þessa nytjajurt í
sig upp til agna.“
Þeir lögðu nú leið sína meðfram strönd-
inni, og brátt varð hún sléttari og minna
af klettum og klungTÍ. Loks komu þeir að
lítilli vík, er skarst inn í ströndina, og var
þar tilvalin lending fyrir þá, er þeir á gafl-
kænunni sinni yrðu að skreppa eftir ávöxt-
um o. fl. Flink setti vel á sig, hvar víkin
var. Hann sá og, að þarna var gnægð af
kröbbum og ostrum, svo að matborðið
þeirra skyldi í framtíðinni eigi gefa svo
mikið eftir því, er tíðkaðist heima á Eng-
landi.
„Þú sagðir pabba, að við vísast eigi kæm-
um heim í kvöld, en eg held nú samt, Flink,
að. . . . heldurðu ekki að við ættum að
halda í áttina heim? Það eru fullar þrjár
stundir enn eftir af deginum.“
„Jú, við skulum leggja á stað. Við höfum
margt séð og frá mörgu að segja, er heim
kemur.“
A heimleiðinni safnaði Vilhjálmur sam-
an kvistum og greinum af ýmsum tegund-
unr til að sýna föður sínum. Þeir tóku og
malpoka sína og annað, er þeir höfðu eftir
skilið, og héldu svo áfram gegnum skóginn
sömu leið og áður, og var nú eigi vandratað.
Þeir komu heim stundu áður en dimnra
tók.
Grafton og kona lrans sátu úti, er lreim
konr, og hvíldu sig að loknu dagsverki.
Börnin lröfðu farið nreð Júnó til strandar
•og léku sér þar. Nú var farið að skýra frá
ferðalaginu og öllu, er þeir lröfðu séð og
heyrt. Og Grafton varð að líta á og skoða
allar plönturnar, sem Villrjálmur kom með
lreinr.
Svo datt nryrkrið á, og Júnó kom út og
kallaði á alla til kvöldverðar.
XXIX. KAPÍTULI.
Skip!
Það var sjaldgæft, að neitt öðru nýrra
bæri við þarna á eynni, sízt markvert. Nei,
þar bar aldrei neitt til tíðinda; hver dagur-
inn var öðrum líkur. En daoinn eftir lreim-
o
konru þeirra Flinks og Villa úr athugunar-
ferðinni, brá nokkuð út af Jressu.
Flink var að venju fyrstur á fótunr og
gekk eins og vant var til strandar og lrorfði
út yfir liafið. Hvað var að sjáþarna í fjarska?
Var Jrað ekki skip? Upp nreð sjónaukann!
Jú, hann sá rétt. Þarna langt úti var skip!
Hann fékk hjartslátt. Hann dró þungt
andann nokkrum sinnum, áður en lrann al-
nrennilega áttaði sig á þessu. Hann leit aft-
ur í sjónaukann og sá nú. að skipið — það
var briggskip — stefndi til eyjarinnar.
Var það hugsanlegt, að skip þetta væri
sent út af örkinni til að leita þeirra? Eða
var það af tilviljun, að það hafði borizt
inn á þessa skipaleið? Það fannst Flink lík-
legra. Það var sennilegast, að skipið vant-
aði vatn, — gæti og verið, að það bráðum
breytti stefn og sigldi franrhjá. „Nei,“ sagði
Flink við sjálfan sig; „það má ekki koma
fyrir. Við verðum að sjá svo um, að skip-
verjar verði okkar varir. Hvað var nú til
ráða? Hann vildi ekki láta Jrau Grafton-
hjón verða neins áskvnja fyrst unr sinn; það
gæti valdið stórunr vonbrigðum. En Vil-
lijálmur? Já, hann skyldi kalla á hann sér
til hjálpar.
Þegar heim kom, var Vilhjálmur komirm
á fætur; aðrir voru að klæða sig. „Góðan
daginn, drengur minn!“ sagði Flink, og