Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Side 150
140
FLINK STÝRIMAÐUR
N. Kv.
var ef Malajarnir skyldu koma og ráðast á
þá.
„Eg held að við ættum nú að láta staðar
numið með þessar rannsóknir í dag,“ sagði
Flink, er leið að kvöldi. „Við skulum þó
taka leiðarsteininn þann arna með okkur!“
„Léiðarsteininn! “ endurtók Grafton.
„það má una við það, að rekast. hér á leiðar-
stein. Eg, sem er gamall landmælingamað-
ur, og með leiðarsteininn mér við hönd, get
eg dregið upp yfirlits uppdrátt af eynni
okkar.“
„Hafið þér fengist við landmælingar? Þá
getið þér líka sagt okkur hve stórt beiti-
landið okkar er?“
„Já, það ætti eg að geta reiknað út.“
„Nú opnum við bara stóru kistuna, senr
nafnið Grafton er málað á, svo hvílum við
okkur í kvöld,“ sagði Flink.
,. Já, í þessari kistu eru bækurnar rnínar;
eittltvað af þeim; ekki man eg hverjar.“
F’link opnaði og rétti honum eina bók:
„Ævisaga Plutarks. Það eru flest ævisögur í
þessurn kassa, og er ágætt, að þeim varð
bjargað."
„Það eru tveir kassar enn,“ sagði Flink.
„Við getum athugað þá á morgun.“
XXXII. KAPÍTULI.
Tom hefur höncl d öllu.
Gafton og Flink bjuggu sér rúm úr
pálmablöðum, er þeir liöfðu matast um
kvöldið. Næsta morgun var svo aftur tekið
til starfa við að opna og rannsaka kassa og
kistur er bjargað hafði verið á strandinu.
Meðal annars fundu þeir stóra kassa af te,
tvo sekki af kaffi. Þeir mundu eftir nokkr-
um hvítasykurtoppum, er þeir höfðu bjarg-
að undan, en þá var nú hvergi að finna.
Líklegast hafði vatn komizt að þeim, og þeir
svo runnið niður. „En það var nú verst fyr-
ir Tom," sagði Flink, „því hann neitaði að
drekka sykurlaust te og kaffi". En Grafton
var harður í horn að taka, og kvað hann
verða að sætta sig við sama kost og aðrir.
Hér gætu menn ekki stýlað kröfur sínar,
eins og við hliðina á sætindabúð, þar sem
allt væri fáanlegt.
Nú lögðu Jreir af stað heim, og bar ekk-
ert til tíðinda fyrr en Jreir voru rétt að kom-
ast heim. Þá heyrði Flink hávaða og þrusk
mikið og nam staðar. Grafton sömuleiðis.
„Það eru svínin," hálf hvíslaði Flink, og
Jreir gripu báðir til byssanna. Þeir lædd-
ust nær og sáu allan svínahópinn. Oðara en
Flink kom auga á hópinn, skaut hann, og
stór og fallegur grís veltist í blóði sínu, stein-
dauður. Grafton A'arð of seinn- lil, og svína-
hópurinn var allur á burt áður en hann
skaut.
„Nú getum við fengið að smakka sæl-
gæti, sem mönnum er bjóðandi," sagði
Flink, og tók grísinn upp, en hann var of
þungur til þess að hann einn fengi borið
hann. „Við berum hann heim á byssunni á
milli okkar, og Jrá er honum látnum sýnd
sú virðing að bera hann á gullstól.“
Nú kom frú Grafton á móti jDeim. Hún
hafði orðið hrædd, er hún heyrði skotið,
og vildi vita hvað um væri að vera. Nú vissi
hún hvernig í öllu lá. Þegar heirn kom, var
Jrað Flinks fyrsta verk að hengja grísinn á
afturfótunum upp í tré, en byssurnar reisti
hann upp við húsið. Fór hann svo frá, til
að sækja sér hníf til þess að gera til grís-
inn. Tom og Karólína konnt út til að sjá
og skoða grísinn, en Tonr kom þá auga á
byssurnar og varð strax að hafa hönd á
þeim, því hann vildi ævinlega hafa hönd á
öllu. „Nú skýt eg grísinn, Karólína!" sagði
Tom og var hinn vígamannlegasti.
„Láttu byssuna vera, Tom!“ Pabbi reið-
ist, ef þú snertir við henni,“ sagði Karólína,
sem var hlýðin og skynsöm stúlka. „Þér
hefur orðið fullhált áður á byssu.“
„Þegiðu stelpa! Jú, eg skýt grísinn."
„Þá segi eg mömmu frá því.“
„Jæja, svo þú ætlar að segja eftir, en þá