Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Blaðsíða 153
N. Kv.
FLINK STÝRIMAÐUR
143
á mig. Eg skal vera á fótum fyrir dagrenn-
ingu og óspart nota sjónaukann, er birta
tekur.“
Þetta var gert. Flink vakti fram eftir
kvöldinu, og Vlihjálmur að morgninum, er
birta tók. Og það ekki bara þessa nótt, held-
ur og margar, margar nætur í röð skiptust
þeir svona á að vaka og hafa gætur á öllu.
Jafnframt var á daginn haldið áfram nð
treysta girðinguna í kringum húsið.
En nú kemur nýr og óvæntur atburður
til sögunnar. Þegar þeir eru búnir að ham-
ast hálfan mánuð í girðingunni, osr °era
hana sem traustasta, þá ber þann atburð
að höndum, sem alvarlega skaut öllum skelk
í bringu og vakti ótta og skelfingu.
Mönnum dettur nú eðlilega í hug, að
villimennirnir hafi komið og ráðist á vini
vora. Nei, það var ekki það, lieldur hitt,
að einn daginn, er þeir feðgar og Flink
komu heim að borða, spurði frúin, hvernig
á því stæði, að Tom eigi væri með þeim.
„Við liöfum ekki séð Tom í dag,“ svaraði
Grafton.
„Guð minn góður!" hrópaði frúin. „Hvar
getur hann verið?“
Flink gat þess til, að hann væri sjálfsagt
niður við sjó að safna skeljum, eða þá máske
niðri í garði.
,,Eg skal nú skyggnast eftir honum," sagði
liann og stóð upp; en í sama bili rak Júnó
upp heljaróp og benti út á sjóinn. ,,Já, ein-
mitt það. Hann situr þarna í bátnum, og
bátinn rekur undan!“
Allir spruttu á fætur og út. Vilhjálmur
fyrstur, á eftir honum Grafton og Flink, svo
frúin og J únó. En það var líka betra að hafa
hraðann á, því Júnó hafði séð rétt. Það var
aflandsvindur, og bátinn rak óðfluga frá
landi. Strax og Vilhjálmur kom til sjávar,
reif liann sig úr treyjunni og stökk frarn í
sjóinn, en Flink, sem var rétt á hælunum á
honum, þreif í handlegginn á honum og
hrópaði: „Nei, Vilhjálmur, vertu kyrr! Eg
banna þér að stofna lífi þínu í hættu. K
þetta ber eg betur skyn en þú. Grafton, skip-
ið þér honum að vera kyrrum; hann þorir
eigi annað en hlýða lbður sínum.“
„Vertu nti skynsamur, sonur rninn, og
hlýddu gamla Flink. „Hann veit ævinlega,
hvað bezt hentar," sagði Grafton.
Vilhjálmur sneri þegjandi í land aftur.
En í sama bili kastaði Flink sér til sunds
og synti hraustlega í áttina til bátsins, án
þess að liirða um neitt annað en að ná tak-
markinu.
Vilhjálmur sló liöndunum saman; það
var ekki trútt um, að á hann kæmi æði af
ótta fyrir því, að Flink hefði þetta aldrei
af. „Ef þetta kostar hann nú lífið, pabbi!
Hvar stöndum við þá? Eg átti ekki að láta
að orðum lians. — Sérðu hákarlana! Þeir
eru hér á sveimi. Nei, hann sleppur ekki
lifandi!“
Jú, það var nú einmitt það, sem hann
gerði. Fimur og liðugur í öllum tökum,
sveiflum og beygingum, sem ungur væri,
komst gamli maðurinn alla leið út að klett-
unum, og öllum til hinnar mestu ánægju
og gleði tókst honum að klifra upp á rifið,
sem bátinn á sarna augnaljliki bar að. Strax
náði hann í bátinn; en ekki voru þeir nú
samt úr allri liættu enn. Það hafði komið
gat á bátinn, er hann barðist við klettan;;,
og er Flink hratt honum fram, ætlaði hann
strax að fyllast af sjó. Flink reif þá af sér
hálsklútinn og tróð lronum í gatið. Þetta
hjálpaði dálítið, en þó var báturinn hálf-
fullur af sjó, og hefði Flink eigi gætt mestu
varúðar, gat illa farið. Og svo voru hákarl-
arnir! Þeir gátu orðið hættulegir, ef ekki
yrði kornið styggð að þeim. Flink kallaði
til Jreirra, er á landi stóðu, og bað þá kasta
steinum fram til að styggja þessi skaðlegu
dýr, og var það gert.
Jæja, þeir komust nú samt slysalaust að
landi, en þá var báturinn líka rétt að því
kominn að sökkva. Tom var nú borinn í
land, náfölur af ótta og skelfingu; honum