Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 162
152
FLINK STÝRIMAÐUR
N. Kv.
hjálmi, hvernig hann f 1 jótast fái sprengt
girðinguna, ef fljótlega þurfi á að halda.“
„Já, en góði Flink!“ sagði Vilhjálmur;
„það særir mig að heyra þig vera að gera
ráð fyrir, að eitthvað alvarlegt komi fyrir
þíg-“
„Já, en eg get orðið sár og jafnvel alveg
drepinn, ef þessi villilýður skyldi fá brotizt
inn fyrir girðinguna. Þetta getur lient okk-
ur alla,“’ sagði Flink.
Vilhjálmur þreif til byssu sinnar og sagði
í vígamóði: „Þeir eru nú ekki sloppnir inn
ennþá, og það getur orðið þeim dýrt spaug
að freista þess!“
Flink sagði Grafton að fara nú inn og
hvíla sig, því sjálfur mundi hann vaka fyrst
fram eftir.
Þeir höfðu borðað mjög lítið tvo síðustu
dagana, og það lítið, sem var, æsti í þeim
þorstann, svo hann var orðinn lítt bæri-
legur. Allir tóku út hreinustu kvalir, og
það var ekki trútt um, að út í rynni fyrir
frúnni, að þurfa að liorfa upp á slíkt.
Þegar Grafton var farinn inn, sagði Flink
við Vilhjálm:
„Svona má það ekki lengur ti! ganga,
drengur minn. Við verðum að ná í vatn,
hvað sem það kostar! Eg get ekki horft upp
á blessuð börnin kveljast svona, og það er
sem eg fái sting í hjartað, að horfa á hana
móður þína taka út svona píslir. Og hvað
okkur sjálfa snertir — ef við eigi náum í
vatn, höfum við engan þrótt á morgun tii
að veita óvinunum mótstöðu, og föllum
þeim í hendur. Eg ætla því að taka dálítið
kvartil og fara niður að lindinni okkar eftir
vatni. Sú áhættuför getur heppnast, en get-
ur líka misheppnast, en eg læt kyl.fu ráða
kasti, og fari illa, er ekkert við því að gera;
það verður að fara, sem auðið er.“
„Því læturðu mig ekki heldur fara?“
sagði Vilhjálmur.
„Fyrst og fremst af því, að eg held að eg
sé færari um það. Sjáðu nú til; í gær féll
einn af óvinunum fyrir innan girðingunn.
Eg fer í stríðsmussuna hans, með spjót hans
í hendinni. En taktu nú vel eftir, hvað þév
ber að gera: Oðara en eg laumast út úr dyr-
unum, lætur þú hurðina hægt aftur á eftir
mér og setur slagbrand fyrir. Svo hefurðu
nánar gætur á, hvenær eg kem aftur, og
þá er að opna hægt og hleypa mér inn.
Mundu nú þetta.“
„Já, en góði Flink, eg er svo hræddur!
Eg má ekki til þess hugsa, ef þeir nú verða
þín varir og ráðast á þig og drepa þig!“
„Það er ekkert hægt við því að gera; en
hitt veit eg, að við getum ekki vatnslausir
verið.“
Flink sótti lítið kvartil, setti fjaðraskraut-
ið af lallna fjandmanninum á höfuð sér,
skrýddist mussunni Iians, tók spjótið hans
sér í hönd og læddist út um dyrnar á girð-
ingunni. Hann rétti Vilhjálmi hendina
og var þegar kominn út, og Vilhjálmur lok-
aði strax á eltir honum. Flink laumaðist
hljóðlaust inn í skóginn, milli trjánna, og
hvarf. Til þessa hafði allt gengið vel. Vil-
hjálmur haí’ði ákafan hjartslátt, þar sem
liann stóð þarna, og með öndina í hálsin-
um beið þess, að tryggðavinurinn hans
kæmi aftur. O, hve vatnið yrði nú kær-
komið og lífgaði alla upp!
„Hann ætti nú bráðum að fara að koma
heim aftur,“ hugsaði Vilhjálmur, „því þetta
er þó ekki meira en svona hundrað metra
leið. Þei, þei! Já, það stendur heima, hann
er að koma!“ Vilhjálmur tók slagbrandinn
frá til að opna dyrnar liægt og liljóðlega,
en í sama bili heyrði hann eins og mann
detta. Á augabragði reif hann dyrnar upp á
gátt, og í því kallaði Flink til hans. Hvílík
voða sjón! Hann sá Flink liggja þarna flat-
an í átökum við villimann einn. er ofan á
honum lá og benti spjóti sínu að brjósá
gamla Flinks. Eins og elding fljótur miðaði
Vilhjálhiur byssu sinni og skaut á mann-
fýluna, sem í dauðateygjunum veltist þar
um við hliðina á Flink.
„Góði Vilhjálmur! Vertu fljótur að bera