Nýjar kvöldvökur - 01.01.1948, Síða 180
r
Á jólunum og ávallt endranær eru
Góðar bæknr
handhægasta og varanlegasta vinargjöfin. Meðal neðantaldra bóka munið þér
finna þær, sem henta vinum yðar og vandamönnum bezt.
GRÆNLAND, afburða glögg og greinargóð lýsing lands og þjóðar eftir GuÖmund Þor-
láksson magister, sem dvalizt hefur langdvölum á Grænlandi. Bókin er prj'dd nálega
hundrað myndum og gefur glögg og góð svör við flestum þeim spurningum -i'arðandi
Grænland, sem mönnum eru ofarlega í liuga. — Falleg bók, fróðleg bók, skemmti-
leg bók.
KVÆÐASAFN GUTTORMS J. GUTTORMSSONAR. Heildarútgáfa á ljóðum þessa
ágæta vestur-islenzka skálds, sem ber höfuð og herðar yfir önnur núlifandi íslenzk
skáld í Vesturheimi, enda eitt af mestu kjarnaskáldum Islendinga beggja megin hafs-
ins. — Þetta er guilfaileg og vönduð útgáfa, sem ekki má vanta í skáp nokkurs bóka-
manns.
FJÖLL OG FIRNINDI, frásagnir Stefáns Filippussonar, skráðar af Árna Óla. Bókin
skitist í tvo meginhhita. Annars vegar eru ferðasögur og frásagnir af svaðilförum og
mannraunum, hins vegar lýsingar á háttum og siðvenjum á liðinni öld. — Bók þessi
er í senn merk minningarsöguleg heimild og frábær skcmmtilestur, því að Stefán seg-
ir afburða skemmtilega frá.
STRANDAMANNASAGA GÍSLA KONRÁÐSSONAR. Hér er saman kominn gífurlega
mikill fróðleikur um ættfræði og persónusögn í Strandasýslu og víðar á Vesturlandi,
auk hinna fjölmörgu aldarfars- og þjóðlífsmynda, sem ná langt út fyrir takmörk sögu-
svæðisins. Sr. Jón GuÖnason hefur búið ritverk þetta til þrentunar, endurskoðað það,
leiðrétt og aukið drjúgum að fróðleik. Strandamanna saga er annað rit í bókaflokkn-
um Sögn og saga.
ANNA BOLEYN. Saga Önnu Boleyn, limafögru, léttlyndu stúlkunnar, sem hófst til þess
vegs að verða drottning Englands, er eitt áhrifamesta drama veraldarsögunnar fyrr og
síðar og svo spennandi, að engin skáldsaga jafnast á við hana. Bókin er eítir ítalska
sagnfræðiprófessorinn og rithöfundinn E. Momigliano. Hi'yi er þýdd af sr. Sigurði
Einarssyni og prýdd mörgum myndum.
LÍF 1 LÆKNIS HENDI. Þessi afburða vinsæla skáldsaga er nú komin út í 2. útgáfu. En
það mun fara sem fyrr, að ekki verður unnt að fullnægja eftirspurninni, því að þetta
er ein af þeim bókum, sem allir vilja eiga.
VÍSINDAMENN ALLRA ALDA. Ævisögur rúmlega tuttugu heimsfrægra vísindamanna,
sem mannkynið stendur í æviulegri þakkarskuld við. Bók þessi er helguð æsku lands-
ins og mjög vel úr garði búin.
SVO UNGT ER LÍFIÐ ENN. Heillandi skáldsaga, sem gerist í amerísku sjúkrahúsi í
Kína.. Sjúkrahúslæknirinn er aðalsöguhetja bókarinnar. Auk síns daglega starfs og
baráttu innan veggja sjúkrahússins, kemst hann í nána snertingu við umhverfið, hinn
fastmótaða heim Kínverjanna, sem byggir á ævafornri menningu, og verður fyrir
djúptækum áhrifum af því.
Tímarnir breytast, tízkan breytist, peningar lækka stöðugt í verði, en góðar
bækur tapa aldrei gildi sínu og aukast stöðugt að verðmæti. Þær eru þess
vegna góð eign og ónæajuleg vinargjöf.
Draupnisútgáfan — Iðunnarútgáfan
Pósthólf 561 — Reykjavik
v