Eimreiðin - 01.07.1926, Blaðsíða 74
250
ÁTTAVILTIR FUGLAR
eimreiðiN'
ver og fjórði Ljómagyllingur«. Hannes þagði örstutla stund
og kvað svo við raust:
Randver sóma sveipaður,
Surtur rómast snillingur,
skarts með blóma er skrúfaður
Skrauti og Ljómagyllingur.
Einhverju sinni er Hannes var gestkomandi í Hvítadal var
það, að Eyjólfur skáld í Sveinatungu barst í tal. Tók ég Þa
eftir því, að Hannes tók að rigsa til og frá um gólfið og
tók að smábrosa. Spyr ég hann þá, hvort hann hafi þe^t
Eyjólf. Hann svarar: »Og það er nú líklegt, ljúfan góð, við
sem gengurn hvor hjá öðrum með þykkju í þrjár vertíðir*-
Bað ég hann nú að segja okkur, hvernig á því hefði staðið-
Hann sagði okkur þá, að hann hefði róið margar vertíðir a
yngri árum suður í Vogum og Keflavík. Var það þá ein"
hverju sinni, sagði hann, að við vorum margir sjóróðramen11
komnir suður til Reykjavíkur. Gekk ég þar inn í verzlunar-
búð til að kaupa eitthvað, sem mig vanhagaði um. Sé ég Þa’
að þar eru samankomnir margir sjómenn, sumir, sem ég þeW’
en suma þeirra hafði ég aldrei séð. Tek ég þá eftir því, a^
einn þessara manna starir á mig og víkur sér síðan að ein'
um þeirra, sem ég þekti, og spyr hver ég sé. Hann seg11
honum nafn mitt, og að ég ætli suður til róðra eins og fleirl
góðir menn. Fer þá maður þessi að hreyta að mér ýmsnm
háðslegum spaugsyrðum, en ég anzaði honum engu. Seg>r
þá maðurinn, sem mig þekti: »Því ertu að hvefsa manmnn’
Eyjólfur? Þú veizt ekki við hvern þú átt nú að skifta«. ^ar
mér þá þessi staka af munni:
Hann er að flétta um hálsinn sinn
hringinn pretlafreka,
orðaglettið amaskinn,
Eyjólfur slettireka.
Ekki anzaði hann neinu, en svo fóru leikar, að við rérum
báðir í sömu veiðistöð í þrjár vertíðir og yrtum aldrei hvor
á annan. Þá var það einn morgun rétt fyrir lok síðustu ver
tíðarinnar, að formaður minn, sem Sveinn hét, var að S ^
þegar formaður Eyjólfs kom í vörina með sína menn til a