Eimreiðin - 01.01.1931, Side 46
eimreiðin
Reikningar íslenzka ríkisins.
Á síðari tímum hefur ríkið tekið í
sínar hendur æ margþættari viðskifti,
og rekstur þess farið hraðvaxandi í
öllum greinum. Afleiðing þessa er sú,
að mönnum verður erfiðara að fylgjast
með rekstri þjóðarbúsins. Á þetta jafnt
við um þá, er stjórna fjármálum ríkis-
ins fyrir þjóðarinnar hönd og þjóðina
sjálfa. Er því þýðingarmikið, að reikn-
ingsfærsla ríkisins sé fullkomin og gefi
réttar og glöggar upplýsingar um
rekstur þess og allan hag, ennfremur
að endurskoðun sé trygg og veiti fult
öryggi um, að ráðvandlega sé farið með sameign þjóðarinnar.
Víða erlendis hefur orðið svipuð þróun um vöxt ríkisbú-
skapar. ]afnframt hafa augu manna opnast fyrir þörfinni á
glöggri bókfærslu og öruggri endurskoðun. Hefur á síðari
tímum verið unnið mjög að endurbótum í þessum efnum
meðal margra af nágrannaþjóðum vorum.
Danir komu nýju skipulagi á ríkisbókhald sitt og endur-
skoðun fyrir 4—5 árum og hafa stöðugt unnið að endurbót-
um síðan. Er nú talið, að þeir standi í fremstu ríkja röð
hvað þessi mál snertir. Svíar standa einnig mjög framarlega,
og er mér kunnugt, að þeir hafa haft samvinnu við Dani
um ýmsar endurbætur, og að því er talið er, til gagnkvæms
hagnaðar. Mörgum hefur verið það ljóst nú um skeið, að
færsla og frágangur íslenzka landsreikningsins er eigi sem
skyldi. En hinsvegar á þjóðin fulla heimtingu á, að fyrir hana
séu lagðir glöggir reikningar um rekstur og hag ríkisins.
Mun ég nú leitast við að benda á aðalgalla þá, sem hafa
verið á íslenzka landsreikningnum og íslenzka ríkisbókhaldinu,
en jafnframt á tillögur þær til bóta, sem fram hafa komið,
Eysteinn Jónsson.