Eimreiðin - 01.01.1931, Blaðsíða 66
46
í EFTIRLEIT
EIMRElÐItf
heldur skildu þá eftir á Hlíðardal og fylgdu svo símalínunni
ofan í Reykjahlið; komu ekki þangað fyr en um nóttina.
Þegar Benedikt fór að leiðast að liggja í fönninni, án þess
að vita hvað veðrinu leið eða tímanum, tók hann að grafa
sig upp í gegnum skaflinn og troða snjóinn undir sig; reif
hundurinn sig upp og áfram með honum. En óralengi voru
þeir að áður upp úr sæi. Langaði þá Benedikt mest til að
stinga sér niður í fönnina aftur, því þá var enn iðulaus stór-
hríð. En það gat orðið örðugra síðar, ef slíkt veður héldist
marga daga, að komast í húsaskjól og ná sér í næringu.
Réðst hann því til ferðar og var það 22. dez., einhverntíma á
þeim degi. En þá var kominn í kaf stafurinn, sem sýna átti
stefnuna á Hrauntagl. — A meðan blaut fötin voru að frjósa,
gætti Benedikt þess vandlega að hreyfa sig sem mest um
liðamót, svo að honum yrði ekki eins stirt um gang þeirra
vegna. Og ekki hafði hann langt farið, er skegg það, er hann
hafði á efri vör, fraus svo fyrir vit honum, að hann átti örðugt
með að anda; brá hann þá hníf sínum, er var þó bitlítill, og
sneið af sér skeggið. Var það ekki sársaukalaust, en léttara
varð honum um andardráttinn á eftir. A litlum melhól, skamt
sunnan við Hrauntagl, áttaði hann sig. og gekk því vel að
finna kofann og komast þar inn. Ætlaði hann þá fyrst að
kveikja á »prímus«, en tókst það ekki, því eldspíturnar voru
blautar. Þurkaði hann þær þá innan klæða á sér berum og
gat að því búnu kveikt og hitað sér kaffi. Einnig át hann, en
ekki voru þó matarbirgðirnar miklar þar. Átti hann þá eftir
fjóra ketbita og drjúgt af sméri. Fór honum nú að líða vel
eftir ástæðum, og þornuðu föt hans við »prímus«-logann. Buxur
hans höfðu brostið sundur frosnar, eftir að hann kom úr
fönninni, og stagaði hann nú þær rifur saman. — Um nóttina
svaf hann »eins og selur« og hafði ullarteppi sér til skjóls.
Að morgni 23 dez. var frost og bjartviðri. Fór þá Benedikt
austur að Jökulsá í því trausti að rekið væri í hana, svo hann
kæmist heim í Grímsstaði. En áin var auð og sneri hann við
það aftur og á leið suður eftir að vitja kindanna. Fann þá
tvær til viðbótar og tafðist svo við að koma þeim í áttina og
í veg fyrir hinar, að tími vanst eigi til annars. Fór hann