Eimreiðin - 01.01.1931, Blaðsíða 106
86
RAUÐA DANZMÆRIN
EIMREIÐIN
varð hun að hlýða, eða að öðrum kosti sæta þeirri refsingu,
sem Iá við því að óhlýðnast. Hún reyndi árangurslaust að
fá fast starf á skrifstofu von Kroons, þangað til hún gæti
sloppið undan og til Hollands, en það tókst ekki. Dauðarefsing
lá við að óhlýðnast. Marussia Destrelles, einkavinkona Mötu
Hari, hafði látið lífið vegna þess, að hún neitaði að hlýða
fyrirmælum yfirboðara sinna. Lítill vafi er á því, að afdrif
hennar hafa staðið rauðu danzmeynni fyrir hugskotssjónum,
er hún fékk skipun um að hverfa aftur til Parísar. Þannig
munu örlög mín verða, ef ég neita að hlýða, hefur hún hugsað,
og ef til vill er hættan ekki eins mikil og ég ætla, því þó að
Frakkar gruni mig, hafa þeir engar sannanir. Þeir geta ekki
hreyft við mér út af bréfinu, nema að gera á hluta sendiherra
þess, sem hjálpaði mér til að koma því. Og skjölin, sem þeir
fengu mér til Belgíu, segist ég hafa eyðilagt, svo þau lentu
ekki í höndum óvinanna.
Vmislegt bendir á, að Þjóðverjar hafi grunað Mötu Hari um
græsku og sent hana með ráðnum hug í greipar óvinunum.
Eftir að árásinni við Chemin des Dames lauk höfðu allar þær
skýrslur, sem þeir fengu frá henni, annaðhvort reynst villandi
eða ónákvæmar. Fyrirhugaðar loftárásaáætlanir, sem hún
skýrði þeim frá, reyndust rangar, því undir eins og Frakkar
komust að því, að Mata Hari vissi um þessar áætlanir, var
þeim gerbreytt. Upplýsingar nokkrar, sem hún sendi um bryn-
varðar bifreiðar, reyndust einnig rangar, enda voru þær hreinn
uppspuni. Þjóðverja hlaut fljótlega að gruna hið sanna: að hún
fengi upplýsingar sínar frá njósnurum óvinanna, sem vissu
um framferði hennar og væru að blekkja hana með röngum
fregnum. Við þetta bættist skráin frá Frökkum yfir njósnara
þeirra í Belgíu, þar sem öll nöfnin reyndust uppspuni nema að-
eins eitt. Loks hafði Mata Hari látið Breta leika á sig og flytja
sig alla leið til Spánar, þegar henni hafði verið sagt að koma
til Hollands. Það var ekki nema eðlilegt, að Þjóðverjar ályktuðu
sem svo, að annaðhvort væri Mata Mari vísvitandi að leika á
þá eða að óvinirnir vissu um starfsemi hennar og væru að
draga bæði hana og þá sjálfa á tálar.
Eins og áður er sagt, sendi von Kroon loftskeyti til Amster-
dam til þess að biðja um peninga handa Mötu Hari. Með