Eimreiðin - 01.01.1931, Side 30
10
VIÐ Þ]ÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
milli Kaupmannahafnar og íslands, en Bergenska félagið sigldi
með sama móti og áður. — Flugfélagið hafði »Súluna« og
»Veiðibjölluna* í gangi sem fyr, og var hin síðarnefnda einnig
notuð til síldarleitar.
Að þeim var unnið mikið á árinu. Þingvalla-
brúargerðlr. ve9urinn var fullgerður, og gerðar vegabætur á
Þingvöllum. Kjalarnesvegur var fullgerður að
Kiðafellsá og áin brúuð. Á Stykkishólmsvegi var gerður kafli
nálægt Hjarðarfelli, en á Vesturlandsvegi unnið áleiðis inn í
Dalasýslu, og á Norðurárdalsvegi unnið milli Sveinatungu og
Fornahvamms. Á Hrútafjarðarvegi var unnið milli Fjarðar-
horns og Fögrubrekku. Vegir gegnum Vestur-Húnavatnssýslu
voru endurbættir áð mun. í Langadal var unnið að veg inn
undir Bólstaðarhlíð. í Skagafjarðarsýslu var lagður vegkafli í
Ðlönduhlíð. I Eyjafjarðarsýslu var lagður vegkafli í Oxnadal
hjá Steinsstöðum. Sömuleiðis var unnið á Vaðlaheiðarvegi, og
verður hann væntanlega fullgerður að sumri. Smá-vegarspottar
hafa verið gerðir í Þistilfirði, Vopnafirði og í Jökulsárhlíð hjá
Fossvöllum. — Vegurinn milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar
hefur verið bættur, og er nú bílvegur frá Eskifirði til Héraðs.
í Skaftafellssýslu var unnið í Brunahrauni, Fljótshverfi og
Skaftártungu. Þá var einnig unnið að vegalagningu á Flóa-
áveitusvæðinu og sömuleiðis unnið að sýsluvegum og viðhaldi
vega um land alt.
Brýr yfir 10 metrar að lengd voru lagðar 25 talsins og 11
stytlri. Merkastar hinna fyrnefndu eru Skjálfandafljótsbrúin,
sem byrjað var á árið áður og brýr yfir Tungufljót í Skafta-
fellssýslu, Hafralónsá í Þistilfirði, Hofsá í Vopnafirði og Vaðl-
ana í Hegranesi í Skagafirði. — í Barðastrandasýslu voru
lagðar 3 brýr: yfir Vatnsdalsá, Vattardalsá og Pennu. í Borg-
arfjarðarsýslu voru lagðar brýr yfir Bjarnardalsá á Vestur-
landsvegi og yfir Norðurá fyrir innan Fornahvamm. — Brúar-
hlaðabrúin á Hvítá syðri var endurbygð í stað þeirrar, sem
flóðið tók. í Önundarfirði, voru gerðar 7 smábrýr.
Árið 1930 náði hámarki í lengd þeirra lína, sem
Sima- jaggar hafa verið. Samtals voru lagðir 840 kílóm.
(Island er rumir 500 km. austan fra Gerpi og yzt
út á Snæfellsnes). Á nýjum staurum voru þó ekki lagðir nema