Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1931, Side 92

Eimreiðin - 01.01.1931, Side 92
72 ÞVZK SKÁLD eimrkiðin þeirra sjálfra, er ekki kunnu að halda uppi vörn fyrir sig eða sjá við slægð annara. Hvorugt vill vamm sitt vita, bæði eru þau í raun og veru góð. En — samt Ieiðast þau til eiðrofa og glæpa. Það er eins og snara sé lögð fyrir þau. í einfeldni sinni ganga þau í hana og vita ekki fyrri en þau eru fangin og eiga engrar útgöngu auðið. Og snilli skáldsins er hér í almætti sínu, er hann rekur örlagaþætti þessara einföldu manna, er svo hart verða úti í lífinu. Sjónin er orðin næm fyrir þeim þáttum, er einna dýpst liggja. Enda var skáldið, áður en hér er komið, farið að reikna með óræðum tölum. Natúralisminn leyfði mönnum ekki að leita orsaka fyrir utan hinn sýnilega heim, né skygnast undir yfirborð hlutanna. En fyrir þann, sem horfir fast á hlutina, verða þeir stundum gagnsæir, og hættan liggur opin að sjá inn í steinana, gegnum holtin og hæðirnar. En þá er í stað raunsæis komið hugsæi og dulsæi, í stað natúralisma, rómantík og mýstík. Hauptmann leitar — að dæmi lærimeistara sinna, natúralistanna — fyrst orsakanna hið ytra: í kjörum manna. Natúralistarnir sáu upp- sprettu alls böls í þjóðskipulaginu — og sátu við sinn keip og létu ádeilunum rigna niður. Hauptmann verður sjónarmið þeirra of þröngt. Hann sér þræði örlagavefsins liggja út fyrir þjóðskipulagið, og hann rekur sig eftir þeim lengra og lengra, unz hann kemur til þeirra smágerðu, fínu, sem liggja út fyrir »veruleikann«, inn í hugarheima og æfintýra. í »Hanneles Himmelfahrt« (Himnaför Hönnu litlu, 1893), sást þegar, hvert stefndi: með draumnum. En alt, sem Hönnu dreymir, á sér þó rætur í heimi veruleikans, er fléttað úr frásögnum móður hennar, skólalífi hennar, barnsárum og meyjaróskum, eða þjóðtrú og æfintýrum, sem hún hefur heyrt. Aftur á móti er ekki Iengur um að villast, hvert komið var, í æfirtýraleiknum »Die versunkene Glocke* (1896). Þar er dulræna, óræða heiminum gert jafnhátt undir höfði og veruleikanum. Efni leikritsins er á þessa leið: Heinrich hefur smíðað kirkjuklukku, mikla og hljómfagra. Hún er ætluð fyrir kapellu uppi í fjöllunum, og þaðan á hljómur hennar að berast yfir sveitina. Þegar henni er ekið upp fjallið, brotnar vagnhjólið (fjallavættur á sök á því) og klukkan veltur alla leið niður í dal og sekkur þar til botns
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.