Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1931, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.01.1931, Blaðsíða 42
22 TILRAUN DR. HEIDEQQERS EIMREIÐIN tæplega vitað sjálfur, í hverju leynihvísl hans var fólgið. Aðra stundina mælti hann hægt og skipulega, í lotningar- fullum róm, svo sem konungs- eyrum væri ætlað að hlýða á hið fágaða mál hans. Af Killigrew ofursta er það að segja, að hann var sífelt að syngja fjörugar drykkjuvísur og hringja glasi sínu í takt við lagið, um leið og hann gaut augum til hinnar blóm- legu ekkju. Hinumegin borðs- ins var herra Medbourne önn- um kafinn að glíma við dollara og cent, sérstaklega í því skyni, að komast að niðurstöðu um það, hversu takast mætti að byrgja Austur-Indland að ís með því að spenna hvali fyrir heimskautaísjakana. Þá er að segja frá Wycherly ekkju. Hún stóð fyrir framan spegilinn, gerði gælur við sína eigin mynd, brosti kjánalega, heilsaði myndinni svo sem vini, er hún ynni heitar en öllu öðru í þessum heimi. Hún bar andlitið fast að gler- inu, til þess að ganga úr skugga um, hvort einhver gömul hrukka á enni, kinn eða undir augum væri nú áreiðanlega horfin. Húnathug- aði, hvort snjóinn hefði svo gersamlega tekið upp af hári hennar, að hún gæti að ósekju tekið af sér kappann. Að lok- um sneri hún sér fjörlega við frá speglinum, og steig hálf- gert danz yfir gólfið að borðinu. »Kæri, gamli doktor minn«, hrópaði hún, »verið svo góður að gefa mér enn í glasið!« »Velkomið, kæra frú mín, velkomið!* svaraði doktorinn kurteislega; »sjáið, ég er þegar búinn að fylla glösin«. Þarna stóðu glösin fjögur, barmafull af þessu undur- samlega vatni; ekki bar á öðru; hinar fínu bólur, er dönzuðu á yfirborðinu, líktust titrandi gimsteinaglitri. Nú var komið svo nærri sólarlagi, að herbergið var orðið enn skuggalegra, en mildan ljóma, líkan mánaskini, lagði út frá kerinu, og dreifðist jafnt yfir andlit gestanna fjögra og yfir hina virðulegu persónu dokt- orsins. Hann sat í hæginda- stól úr eik, með háu baki, haglega útskornum; þar sat hann, grár fyrir hærum, tígu- legur ásýndum; mátti vel ímynda sér að þar væri kom- inn faðir Tími, er engum hafði tekist að vinna bug á öðrum en þessu hamingjusama sam- sætisliði. En jafnvel meðan gestirnir voru að bergja á Æskulindinni hið þriðja sinn, stóð þeim nærri geigur af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.