Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1931, Side 86

Eimreiðin - 01.01.1931, Side 86
eimreiðin Þýzk skáld. II. Gerhart Hauptmann. Eftir Gerhart Hauptmann liggja yfir fimmtíu leikrit, tugur stórvaxinna skáldsagna, fyrir utan ritgerðir, ræður og ljóð. Hann hefur verið stórgjöfull og örlátur, eins og konungar \ fornöld, enda fengsæll með afbrigðum. Allar stöðvar, þar sem hann hefur komið eða dvalist, hafa orðið honum uppspretta skáldskapar, hvort heldur skuggahverfi Berlínarborgar, vordýrð grískrar náttúru eða hið ólgandi Atlantshaf. En lengst og bezt hefur hann samt ausið úr lindum átthaganna, Schlesíu. Þar fæddist hann 15. nóv. 1862 í smáborginni Obersalzbrunn — í veitingahúsi, gestgjafasonur. Og þar er enginn ókunnugur húsakynnum, sem lesið hefur leikrit hans. En ennþá blómlegar heldur en umhverfið lifa tímarnir, áratugirnir, í verkum Haupt- manns. Rísandi alda natúralismans lyfti honum í skauti sér, en skyndilega verður hann að þytmiklum stormi, sem ákveður form hennar, hæð og kraft — og um leið og ný sól rennur upp, flýgur hann í svanalíki inn á heiðalönd rómantíkurinnar og speglar sig þar með himninum í vötnunum. En síðan þykjast ýmsir heyra sjávarhreim í rödd þessa heiðasvans, aðrir segja hann falskan á háum tónum, og margt er um það rætt, að flugfjaðrirnar sé eitthvað stýfðar. Með óbreyttum orðum: ritverk Hauptmanns þykja mjög sundurleit, en aðallega eru þau samt flokkuð undir tvær skáldskaparstefnur, natúralisma og rómantík, vel að merkja, að þar ræðir um stefnur, sem oftast eru taldar jafn ólíkar og dagur og nótt. Og hvað verður þá um samræmið í verkum skáldsins? Því að enginn myndi í alvöru vilja halda fram um Hauptmann, að í brjósti hans búi tvær sálir eða tvö andstæð öfl heyi þar togstreitu —- þrátt fyrir það, þótt hann sé »dramatiker«. Flestir hafa því gripið til þeirrar lausnar, að hann sé í eðli sínu natúralisti, hið rómantíska flug hafi aldrei verið honum eiginlegt, að minsta kosti misheppnað. Mér er sú lausn hvimleið og yfir höfuð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.