Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1931, Side 94

Eimreiðin - 01.01.1931, Side 94
74 ÞÝZK SKÁLD EIMREIÐIN örlög mannsins eru ofin úr. En 25 leikrit hafði hann samið. þegar fyrsta skáldsaga hans »Der Narr in Christo, Emanuel Quint* (1910) kom út. Með Emanuel Quint vill skáldið sýna, hvernig Kristi hefði verið tekið nú á tímum og í öðru lagi gefa mönnum skilning sinn á Kristi. Hann lætur söguna gerast í átthögum sínum, Schlesíu, seint á 19. öld. í sögunni koma fram fjölda margar aukapersónur, sem áhrif hafa á Emanúel og löngu máli er varið til að lýsa. En sterkust og örlagaríkust áhrif koma Emanúel beint úr skauti náttúrunnar. Þar finnur hann guð og verður eitt með honum í andanum. Hann lifir náttúruna og algeiminn sem guð. Hann lifir í náttúrunni, guði. og guð í honum. Það er í rauninni ekkert lengur, sem aðskilur. Emanúel er sterkur, óbugandi, en í augum mann- anna: fáráðlingur. í annari merkustu skáldsögu sinni »Der Ketzer von Soana* (1918) lýsir Hauptmann enn örlagaþungum áhrifum náttúr- unnar. Sú saga er einn samfeldur óður til ástaguðsins, Eros, sem opinberast hreinlífum munki í náttúrunni undir heiðum guðs himni á vormorgni — og knýr hann miskunarlaust í faðm syndbornustu meyjarinnar í söfnuði hans. Allar raddir náttúrunnar hvísla: Eros. Og presturinn finnur í honum æðstu hamingju — og grjótkast safnaðarins hrín ekki á honum. — Nú hefur verið sýnt með nokkrum dæmum, hversu mikið far Hauptmann gerir sér um að skýra áhrif umhverfis í ýms- um myndum á persónurnar í verkum sínum. Það er enginn vafi, að hann hefur með því þófzt finna skýringar á fjölmörgu í örlögum manna. En eins víst er hitt, að honum hefur verið ljúft að leiia afsakana í umhverfinu á breytni ógæfumannanna. Hann skar sig þegar í upphafi úr hópi annara leikritaskálda með því að láta hina sönnu hetjulund persóna sinna vera fólgna í því að bera þjáningar lífsins, en ekki í sigrum og stórvirkjum. Olnbogabörnin hafa verið eftirlæti hans. Og hann hefur reynt að skilja þau og afsaka breytni þeirra, en aldrei áfellst þau. Þegar örlögin hafa leikið menn svo hart, að þeir hrópa í örvæntingu eins og Henschel: »ég er orðinn vondur«, gefur Hauptmann svarið: »Þér eruð orðinn sjúkur, en góður eruð þér enn, það þori ég að ábyrgjast*. Menn Haupt- manns eru fyrst og fremst mjög ósjálfstæðar og ófrjálsar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.