Eimreiðin - 01.01.1931, Qupperneq 78
58
Á MÓTUM TVEGGJA ÁRÞÚSUNDA
eimreiðin
síðastl., en þau voru þessi: »Þegar
þetta mikla áfall, sem landið hefur
orðið fyrir með lokun Islandsbanka,
er liðið hjá, vil ég vona, að upp úr
rústunum rísi ný og öflug stofnun til
mikillar farsældar fyrir þessa þjóð og
atvinnuvegi hennar«.
Þau eru önnur tíðindi merk frá
liðna árinu, að landslýðurinn — og
umheimurinn — hefur verið fræddur
um það af allmiklu kappi, í fyrsta
lagi, að tolltekjur landsins séu veð-
settar fyrir enska láninu frá 1921 og
í öðru lagi, að allar eignir ríkisins,
smáar og stórar, séu nú bundnar
vegna enska lánsins frá 1930. Með
feitu letri hefur grein sú úr enska
lánssamningnum frá 1921, þar sem
þess er getið, að tolltekjurnar séu
bundnar meðan Iánið sé ekki greitt,
verið prentuð á fremstu síðu stjórnar-
blaðsins hvað eftir annað. Vafalaust
er það sannleiksást blaðsins, sem hefur
orðið stjórnvizkunni yfirsterkari, þu‘
vera má að hyggilegra hefði verið að
lítvega í kyrþey nýtt lán með líkum kjörum og ýms önnur
ríki og bæjarfélög hafa útvegað sér undanfarið og greiða eldri
og dýrari lán, t. d. neyðarlánið enska, upp með því, en láta
það alveg liggja á milli hluta frammi fyrir umheiminurn,
hvort tolltekjurnar íslenzku voru veðsettar fyrir því eða ekki-
Þær voru það minsta kosti aldrei lengur en lánið stóð. Þa<5
kann einnig vel að vera, að stjórnin hefði hlotið meiri sæmú
af því að létta láninu af með nýju láni í góðæri síðustu ára,
heldur en að láta blað sitt hamra á því, hve hætt vér íslend'
ingar vorum staddir fyrir tíu árum, eftir öldurót ófriðar-
áranna, og hve erfið þau kjör voru, sem vér þá urðum a5
gera oss að góðu til þess að hægt væri að halda ríkis'
búskapnum áfram. En látum þessa aðferð vera. Það er
Koster, verkfræðingur,
fulltrúi Hollendinga á
alþingishátíöinni.
Knottenbolt, dr. jur.,
fulltrúi Hollendinga á
alþingishátíðinni.