Eimreiðin - 01.01.1931, Qupperneq 110
90
FYRSTI ÞORRADAGUR
eimreiðin
úfi í hríðinni, þústu, sem kom nær og nær eftir fannbreiðunni.
Þetta var snjóbíllinn, ekki einn heldur tveir, hvor á eftir öðr-
um, annar fyrir fólk, en hinn fyrir vörur, og var sá með stóran
sleða aftan í, fullfermdan af tómum mjólkurbrúsum, til mjólkur-
búanna í Flóanum og Olfusinu. En annar bíll að austan var
nýkominn á Kambabrún með fulla mjólkurbrúsa, er fara skyldu
á sleðanum áfram suður.
Þeir, sem beðið höfðu, þustu nú út að beim snjóbílnum,
sem ætlaður er til fólksflutninga, en farþegarnir, sem komið
höfðu í honum að sunnan, flýttu sér yfir í bílinn, sem flutt
hafði okkur, og rann hann þe9ar af stað, niður Kamba og
áfram austur, sem leið lá. Samferðamenn mínir spurðu bíl-
stjórann, hvort ekki væri viðsjárvert að leggja á fjallið, í
þessari ófærð og óveðri. Svaraði hann rólegur og ákveðinn,
og kvað ekki ástæðu að óttast.
»Skipi eyðimerkurinnar« var vent upp í vindinn, og haldið
út í hríðina vestur yfir auðnina, og stefnan sett á Kolviðarhól.
Enginn mundi hafa lagt á heiðina þá, í því veðri og ófærð,
og undir myrkrið, hvorki gangandi eða ríðandi, jafnvel þó í
lífsnauðsyn hefði verið. En snjóbíllinn seig áfram. Hvergi sá á
dökkan díl, nema einstaka vörðu, er yddi á upp úr snjónum,
og símastaurana. Myrkrið féll á. Er vestur á fjallið kom, lygndi,
en fannkoman óx að sama skapi. Okkur miðaði áfram jafnt
og þétt, og loks sáum við grilla í ljóstýru til hægri. Það var
hjá danska bóndanum í Hveradölum, sem mitt í íslenzku
vetrarhörkunum ræktar suðrænar skrautjurtir við hverahita
uppi á fjöllum.
Eftir stutta stund var ljós fram undan, það var Kolviðarhóll.
Snjóbíllinn skilaði okkur heim að húsdyrum. Þar voru fyrir 8
bílar úr Reykjavík, sem komið höfðu með vörur og fólk, sem
snjóbílarnir áttu að taka og koma áfram austur á Kambabrún
um kvöldið og nóttina. Fólkið, sem beið, flyktist út í snjó-
bílana. Vörum var umstaflað í flýti, og alt fyltist með pinklum
og pokum. Við stigum upp í bíl, er beið okkar úr Reykjavík.
Eftir veginum var sækjandi færð, enda hafði áður um daginn
verið mokað gegnum verstu skaflana. Héldum við nú glaðir
og reifir í áttina til Reykjavíkur og vorum von bráðar á göt-
um hennar, rnitt í iðandi umferðinni, mitt í hinni svo nefndu
siðmenning. >Skip eyðimerkurinnar* snéru aftur upp á fjallið,
út í náttmyrkrið og fjúkið, yfir fannbreiðuna miklu.
Mannvit og framtakssemi hafa sigrað í baráttunni við íslenzka
fjallvegi að vetrarlagi. Þökk sé þeim, er þann sigur unnu.
fiilmar Stefánsson.