Eimreiðin - 01.01.1931, Blaðsíða 28
8 VIÐ Þ]OÐVEGINN EIMREIÐIN
Ár Sallaö Sérverkað I bræðslu
iunnur íunnur lunnur
1930: 127.506 58.303 534.775
1929: 111.578 17.001 515.934
1928: 124.157 50.176 507.661
1927: 180.816 59.181 597.204
Fisksalan gekk illa, og um áramót lá meiri fiskur eftir í
landinu en nokkru sinni áður. Fiskbirgðir í árslok síðustu ára
hafa verið svo sem hér segir:
Árslok 1930: 126.820 þur skpd.
— 1929: 52690 — —
— 1928: 45.104 — —
— 1927: 56.799 — —
„ , Verðlag á útlendum matvörum lækkaði allverulega
verzlun................. . ... . . . , ,,
a armu 1 ínnkaupi, en ekki að sama skapi i ut-
sölu. Eftirfarandi tafla sýnir íslenzkt heildsöluverð á eftirfar-
andi matvörum miðað við 100 kg.:
Rúgmjöl ]an. kr. . . 28.72 Dez. kr. 20.15 Kartöflumjöl . . , ]an. kr. 36.12 Dez. kr. 29.33
Hveiti nr. 1.... . . 46.30 33.73 Heilbaunir 57.12 51.25
Hveiti nr. 2. . . . .. 43.32 30.58 Hálfbaunir 52.? 5 48.50
Hrísgrjón . . 40.20 36.65 Höggvinn sykur. 57.20 47.90
Hafragrjón . . 39.45 31.87 Strásykur 49.58 40.80
Sagógrjón .. 51,25 46.50 Kaffi óbrent.. .. 248.75 190.00
Verð á kolum, salti, steinolíu og benzíni, timbri og sementi,
hefur mestmegnis haldist óbreytt á árinu.
Verðlag á innlendum vörum hefur og lækkað mikið á árinu.
Verð á nýrri framleiðslu af fullverkuðum stórfiski var vorið
1930 um 105 kr. á skippundið og vel það fyrir sérstakar teg-
undir, en var komið niður í 80 kr. um áramót.
Eigi aðeins var sala á síldinni erfiðari og verðið lægra en
árið áður, heldur hafði og verðið á síldarolíu lækkað stórlega.
— Á ísfisksöluna var áður minst, en á árinu hófst sala á
svonefndum frostfiski, þ. e. hraðfrystum fiski frá hinu nýja
sænska frystihúsi í Reykjavík. Af þessari vöru fóru út á árinu
um 1300 tonn, en sala gekk tregt. Þó ætla menn, að frost-
fiskur hljóti að ryðja sér til rúms á markaðinum, þegar fólk
hefur kynst honum. — Af frystu kjöti fer útflutningur vaxandi.
Léttir það á saltkjötsmarkaðinum, og ætla menn, að þessi út-