Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1931, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.01.1931, Blaðsíða 64
44 í EFTIRLEIT EIMREIÐIN' kerti og >prímus«. En eftir nokkra stund sloknaði á hvoru* tveggja. Reyndi hann þá að kveikja aftur, en tókst það ekki, Þótti Benedikt þetta kynlegt, en datt svo í hug, að loftleysf mundi um að kenna, og sannaðist það þegar, er hann opnaði smugu svo að nýtt loft komst inn í kofann. Um nóttina Iá hundurinn við aðra hlið Benedikts, en sauðurinn við hina. — Vasaúr hafði hann ekki, og varð hann því af öðru að ráða hvað tímanum leið. — Frost var og kyrt, er hann fór úr kofa þessum, og birta af tungli; skildi hann sauðinn þar eftir. Og inst í Grafarlönd var Benedikt kominn, þegar fór að birta af degi, en þangað er 5 klukkustunda gangur norðan úr Fellum. — Fann hann enga kind þar syðra, en sá í einum stað, að tóa hafði grafið niður í fönnina, ofan á kindarskrokk. — Um kvöldið fór hann aftur út í Fell og gisti þar aðra nótt. Að morgni þess 20. dez. stefndi Benedikt aftur norður á bóginn, með sauð og hund. Var þá frost og bjart veður, en norðan næðingur þó og renningur. — Snemma á þeim degi fann Benedikt 6 kindur, og voru þær í þrem stöðum, en ekki allar saman. Þreyttust þær fljótt að kafa fönnina, og kom þá til Eitils kasta að létta reksturinn, enda brást hann ekki trausti eigandans; þurfti hann ekki annað en benda sauðnum hvað hann ætti að fara, eða hann lét hann elta sig þá leið, er greið* færust var, því svo var sauðurinn skynugur og hlýðinn. Nokkuð var farið að rökkva, er Benedikt kom á slóð eftir eina kind, og hafði hún stefnu til suðvesturs; voru engin tök að rekja þá slóð, er nótt fór í hönd, og hlaut það að bíða betri líma. — Skildi Benedikt þá kindurnar eftir syðst í melland- inu, þar sem heita Glæður, og gekk svo norðaustur í »sælu- hús«. Var honum það kunnugt, að þann dag átti landpóstur að fara frá Reykjahlíð til Grímsstaða austur, og kom í hug, að hann mundi vera svo seinn í förum, að þeir gætu farið saman austur yfir Jökulsá og að Grímsstöðum. En er hann kom að ferjustaðnum var póstur kominn austur um, og voru hestar hans í »sæluhúsinu«; gisti Benedikt svo þar hjá þeim- Um morguninn datt honum í hug að bíða þess, að póstur kæmi austan yfir, en veður var ískyggilegt, og var honum hitt fastara í hug að rekja slóðina, þá er hann fann kvöldið fyrir- Gaf hann hestunum hey áður en hann fór, og sá póstur af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.