Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1931, Page 106

Eimreiðin - 01.01.1931, Page 106
86 RAUÐA DANZMÆRIN EIMREIÐIN varð hun að hlýða, eða að öðrum kosti sæta þeirri refsingu, sem Iá við því að óhlýðnast. Hún reyndi árangurslaust að fá fast starf á skrifstofu von Kroons, þangað til hún gæti sloppið undan og til Hollands, en það tókst ekki. Dauðarefsing lá við að óhlýðnast. Marussia Destrelles, einkavinkona Mötu Hari, hafði látið lífið vegna þess, að hún neitaði að hlýða fyrirmælum yfirboðara sinna. Lítill vafi er á því, að afdrif hennar hafa staðið rauðu danzmeynni fyrir hugskotssjónum, er hún fékk skipun um að hverfa aftur til Parísar. Þannig munu örlög mín verða, ef ég neita að hlýða, hefur hún hugsað, og ef til vill er hættan ekki eins mikil og ég ætla, því þó að Frakkar gruni mig, hafa þeir engar sannanir. Þeir geta ekki hreyft við mér út af bréfinu, nema að gera á hluta sendiherra þess, sem hjálpaði mér til að koma því. Og skjölin, sem þeir fengu mér til Belgíu, segist ég hafa eyðilagt, svo þau lentu ekki í höndum óvinanna. Vmislegt bendir á, að Þjóðverjar hafi grunað Mötu Hari um græsku og sent hana með ráðnum hug í greipar óvinunum. Eftir að árásinni við Chemin des Dames lauk höfðu allar þær skýrslur, sem þeir fengu frá henni, annaðhvort reynst villandi eða ónákvæmar. Fyrirhugaðar loftárásaáætlanir, sem hún skýrði þeim frá, reyndust rangar, því undir eins og Frakkar komust að því, að Mata Hari vissi um þessar áætlanir, var þeim gerbreytt. Upplýsingar nokkrar, sem hún sendi um bryn- varðar bifreiðar, reyndust einnig rangar, enda voru þær hreinn uppspuni. Þjóðverja hlaut fljótlega að gruna hið sanna: að hún fengi upplýsingar sínar frá njósnurum óvinanna, sem vissu um framferði hennar og væru að blekkja hana með röngum fregnum. Við þetta bættist skráin frá Frökkum yfir njósnara þeirra í Belgíu, þar sem öll nöfnin reyndust uppspuni nema að- eins eitt. Loks hafði Mata Hari látið Breta leika á sig og flytja sig alla leið til Spánar, þegar henni hafði verið sagt að koma til Hollands. Það var ekki nema eðlilegt, að Þjóðverjar ályktuðu sem svo, að annaðhvort væri Mata Mari vísvitandi að leika á þá eða að óvinirnir vissu um starfsemi hennar og væru að draga bæði hana og þá sjálfa á tálar. Eins og áður er sagt, sendi von Kroon loftskeyti til Amster- dam til þess að biðja um peninga handa Mötu Hari. Með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.