Eimreiðin - 01.04.1932, Qupperneq 17
E’MREIÐIN
Þjóðarbúskapur og tölur.
^tynjólfur Stefánsson.
bað
í síðasta hefti Eimreiðarinnar birtist
mjög fróðleg og skemtileg grein eftir
Svein Björnsson sendiherra með fyrir-
sögninni: »Má trúa tölum?* Þegar ég
hafði Iesið greinina, datt mér í hug
setning, sem ég hef séð og höfð er
eftir Lord Kelvin: »When you can
measure what you are speaking about
and express it in numbers, you know
something about it, but when you
cannot measure it, when you cannot
express it in numbers, your knowledge
is of a meagre and unsatisfactoiy kind«.
»Ef þú getur mælt og metið í tölum
sem þú ert að tala um, þá veiztu eitthvað um það, en
t>ú getur ekki mælt það né metið í tölum, er þekking þín
a t>yí Iéleg og ónóg«. Þó að það kunni að vera, að nokkuð
^erkt sé komist að orði í síðari hluta setningarinnar, þá á
Un þó víða við og ekki hvað sízt í fjármálunum. Það er
Varla svo óbrotið einkafyrirtæki til, að því finnist ekki nauð-
^ynlegt að meta og mæla rekstrarafkomu sína og efnahag í
°luin og haga framtíðarráðstöfunum sínum eftir þeim, en um
s|a5rsta og margbrotnasta »fyrirtækið«, þjóðfélagið sjálft, er
öðru máli að gegna. Það er ekki einu sinni hægt að
Sa9Ía, að gerðar séu tilraunir til að meta og mæla í tölum
nahag og rekstrarafkomu þess. Þess vegna er líka þekking
estra í þeim efnum léleg og ónóg, og afleiðingin af van-
Pe«kingunni verður hér eins og víðar sú, að ekki eru gerðar
h'ma þær ráðstafanir, sem gera þyrfti og gera mætti, ef
VSgilegar tölur væru til og þeim væri fylgt.
, ^ bessari grein, sem ég gat um, tekur höfundurinn til at-
u9unar nokkra tekju- og gjaldaliði á rekstrarreikningi þjóð-