Eimreiðin - 01.04.1932, Qupperneq 30
150
SÉRÆFING OG SAMÆFING
EIMREIÐlN
svo á sem framförin sé því að þakka, sem sameiginlegt se
séræfingunum og lokaprófinu. Hið sameiginlega getur verið
tvens konar: Annars vegar læra menn á séræfingunum að-
ferðir, sem koma að haldi við lokaprófið, Iæra að beita ser
við viðfangsefnið, hins vegar getur sama efni endurtekist að
nokkru leyti, og við að kynnast því, fær maður betri tök á þv'-
Coover og Angell æfðu 4 menn í því að greina mun a
styrkleik tóna, en frumprófið og lokaprófið var fólgið 1 ÞVJ
að greina blæbrigði af gráum lit. Mennirnir reyndust betn 1
því, eftir æfinguna með tónana, en áður. Þeir æfðu menn 1
að flokka spil og prófuðu þá fyrir og eftir í vélritun
þóttust finna framför, er stafaði af séræfingunni. Thorndike
heldur þó fram, að framförin í vélritun skýrist nægileS2 a
æfingunni, sem þeir fengu við frumprófið.
Ebert og Meumann gerðu (1904) tilraunir með minnið. Es
þýði hér orð Meumanns sjálfs, þar sem hann gefur yfirlit um
tilraunirnar og niðurstöðu þeirra:
»Fyrst létum við nokkra stúdenta, dósenta og kennar3
(samtals 6 menn) ganga undir frumpróf, til þess að fá ems'
konar þverskurð minnisins; við prófuðum þá minni þeirra
með ýmsum viðfangsefnum, hvað þeir gætu numið af tölum-
bókstöfum, einstökum sundurlausum orðum, ítölskum orðum
með þýðingum, meiningarlausum samstöfum, vísum og setn-
ingum í óbundnu máli; því næst hve vel þeir geymdu í minm
meiningarlausar samstöfur, ítalska orðalista með þýðingum-
kafla í óbundnu máli, vísur og smámyndir. Þá voru þeir látmr
æfa minnið daglega í 30 daga á einu efni, sem sé á því a^
læra samstöfuþulur. Eftir þennan æfingartíma endurtókum
þennan þverskurð minnisins, til að sjá, hvort framfÖr hefð'
orðið í öllum greinum minnisins, er prófaðar voru í fruu1'
prófinu; því næst var aftur tekið til að æfa sig á samstöfu-
þulum (15—30 daga) og síðan enn á ný tekinn þverskurður
minnisins. Niðurstaðan var sú, að hjá öllum reyndum höfðu
allar greinir minnisins tekið framförum við það að laera sam
stöfuþulurnar, og framförin var í sumum greinum mjög mm -
Þarna hafði því samæfing ýmissa greina minnisins átt ser
stað. Sérstaklega er það mikilsvert, að þessi samæfing kemur
að meira haldi fyrir þær greinar minnisins, sem skyldastar