Eimreiðin - 01.04.1932, Page 36
EIMREIÐIN
Lárviðarskáldið ]ohn Masefield.
Eftir Richard Beck.
Nýlega urðu konungaskifti í Bragahöll Englendinga. Robert
Bridges, sem um langt skeið hafði skipað lárviðarskálds-
sessinn með sæmd, féll að velli snemma í apríl 1930. Að
sjálfsögðu varð tíðrætt um það, hver kjörinn myndi til að
fylla hinn auða konungssess. Vmsir voru nefndir til, því a^
Englendingar eiga mörg ágætisskáld, sem vel hefði setið
bekkinn. En ríkisstjórnin, sem ræður vali skáldjöfursins, þóí*
Englakonungur útnefni hann, krýndi John Masefield Iárviðar-
sveignum. Er það dómur langflestra, að hann hafi bæði
viturlega og réttlátlega kjörinn verið.
Masefield hefur tekist það, sem næsta sjaldgæft er, ■— a^
verða hvorttveggja í senn, skáld lærðu stéttanna og alþýð'
unnar. Ljóð hans tala jafnt til allra hugsandi manna, hvar
sem er í þjóðfélagsstiganum. En það er til marks um óven)U'
lega lýðhylli hans, að 80,000 eintök hafa selst af heildarút-
gáfu þeirri af kvæðum hans, sem prentuð var fyrir nokkruni
árum (1923). Þá átti það einkar vel við, að verkalýðsstjórnin
skyldi hefja þann manninn til lárviðarskáldstignar, sem nefndur
hefur verið — og langt frá að ófyrirsynju — »skáld lýðræð'
isins«, og verið hefur, eins og ljóð hans sýna bezt, dySSur
málsvari lítilmagnans.
Lárviðarskáldstignin er gömul í garði á Englandi. Að ÞV1
er næst verður komist, var John Dryden (1631 —1700) fyrstur
sæmdur því virðingarnafni með konungsbréfi. Síðan hefur
jafnan skipað verið opinberlega »lárviðarskáld« Englands-
Fjarri fer að hæfustu mennirnir hafi ávalt valist í sessinn, en
þó eru sum merkustu skáld Englendinga að fornu og nýlu 1
þeim hóp: Edmund Spenser, William Wordsworth og Alfred
Tennyson, auk hinna fyrtöldu. Hefur það þótt, og þykir enn>
hinn mesti heiður að verða lárviðarskáld. En þar fylgd> a^ur
fyrri böggull skammrifi. Það var lengi sjálfsögð skylda lar-