Eimreiðin - 01.04.1932, Page 38
158 JOHN MASEFIELD eiMREIÐIn
viðarskáldsins að yrkja kvæði við hátíðleg tækifæri, en þ®r
kvaðir eru nú úr sögunni og skáldið algerlega frjálst verka
sinna. En fyr á tíð hlaut skáldið einnig að bragarlaunum ar'
lega tunnu af dýrindisvíni, að líkindum til sálarhressingar-
Þessi gamli siður er nú lagður niður, og fær skáldkonunS
urinn í staðinn 27 sterlingspund úr ríkissjóði á ári hverju-
Ekki alls fyrir löngu mintist fréttaritari einn á víntunnuna
áðurnefndu við Masefield, en skáldið er bindindismaður. Svar
aði hann því, að kátlegt myndi að sjá menn velta víntunnu
upp á Boar’s Hill (Galtarhól), en svo heitir bústaður Mase-
fields ? nánd við Oxford.
Glettin eru atvikin. Fyrir þrjátíu og fimm árum síðan uar
Masefield réttur og sléttur veitingaþjónn í drykkjukrá ? ^evV
Vork. Nú skipar hann virðingarsess mestan meðal enskra
skálda.
IL
]ohn Masefield er lögfræðingssonur, fæddur 1. júní 1S74 i
Ledbury á Vestur-Englandi. Ungur misti hann foreldra sína
og ólst upp hjá frænku sinni í nefndum bæ og þar 9e".
hann í barnaskóla. Honum brann snemma æfinfýraþrá í blóð*>
og voru honum því innisetur illa að skapi; þótti honum stórum
betra að fara í gönguferðir um nærliggjandi skóga og kanna
þar ókunnuga stigu. Á fermingaraldri var hann ráðinn káetu
drengur á kaupskip, og næstu þrjú árin var hann stÖðuS
í förum. Kyntist hann í sjón og reynd fjarskyldum þjóðun1
og löndum og varð þaulkunnugur sjómönnum og sjómensku-
Margbreytl reynsla þessara ára var honum ágætur skóli. °ð
þaðan er honum kominn efniviðurinn í mörg snildarkvæ 1
hans og fjölda sagna hans.
Masefield tók snemma ástfóstri við skáldskapinn. Að eiS,n
sögn fór hann að yrkja drengur að aldri. Eigi mun því 0 '
mælt, að það hafi frá æsku verið löngun hans og markmi
að gerast rithöfundur. Saddur á sjóferðum gekk hann af skip*
í New Vork í apríl 1895, blásnauður að kalla. Hafði hann
nú ofan af fyrir sér með ýmiskonar lausavinnu; var um tmm.
sem fyr var vikið að, veitingamaður í vínkrá einni, alkunnri
á þeirri tíð; og síðan vann hann í tvö ár í gólfdúkaverk