Eimreiðin - 01.04.1932, Side 52
172
JOHN MASEFIELD
EIMREIÐlN
garpmensku í meðferð Masefields. Vigdísi er svo lýst í sög-
unni, að hún hafi verið »meiri skörungur í skapi< en bóndi
hennar, enda var hún kona stórættuð — sonardóttir Olafs
feilans. Eigi sópar heldur minna að henni í leikritinu. Og
þessar miklu andstæður í skapgerð þeirra hjónanna auka
stórum hinn dramatíska kraft leikritsins.
Af síðari ritum Masefields er ljóðsagan Reynard the F°s
sérkennilegust, enda telja sumir gagnrýnendur hana eitthvert
allra bezta rit hans. Er þetta lýsing á refaveiði, en sú skemtun
tíðkast mjög meðal heldra fólks á Englandi. Fyrri hluti kvaeð-
isins er safn smámynda í ljóðum, gagnorðra en frábærleg3
skýrra persónulýsinga. Seinni hlutinn er frumlegur mjög, a^
því leyti, að þar er sögð veiðisagan frá sjónarmiði lágfótu-
Með breyttum bragarháttum sýnir skáldið hversu henni er
innanbrjósts: óró hennar, er eltingin hefst, hræðslu hennar
og vaxandi þreytu og huglétti hennar, er hundarnir missa af
henni; og síðan, er þeir finna slóð hennar, hve nærri ligSur’
að hún örmagnist af þreytu og hugsýki. En alt fellur í 1ÍU^
löð. Tófan sleppur heil á húfi, og kvæðið endar á fagurri
náttúrulýsingu. Það er hressandi fjör í þessari ljóðsögu Mase-
fields, og hvergi er rímfimi hans meiri.
Framanskráðar lýsingar á nokkrum merkustu ritum Mase-
fields eru auðvitað ærið ófullkomnar. Til þess að njóta kvaeða
skáldsins, ljóðsagna hans og leikrita, verða menn að setjast
við fætur hans sjálfs. Hér hefur einungis verið reynt til a^
vekja aíhygli íslenzkra lesenda á því, hvílíka andans auðleg^
rit hans geyma, og hafa þó fá ein rædd verið. Að rnálslokum
skal svo vikið nokkrum orðum að skáldskaparstefnu Mase-
fields og hlutdeild hans í nútíðarljóðagerð Englands.
Höfuðeinkenni Masefields er hið bersögla raunsæi hans,
og oft snýr hann upp dekkri hlið lífsins. Samt er hann ekki
vonlaus svartsýnismaður. Hann skilur lesendur sína aldrel
eftir með þá skoðun, að lífið sé einskis virði. Rit hans eru
löngum þrungin lífsgleði og fegurðarást, jafnvel þegar hann
velur sér harmþung og ömurleg sögu- eða kvæðaefni. Hann
hreinsar hugi lesendanna, vekur þá til dýpri umhugsunar og
lyftir anda þeirra á hærra flug, einkum þegar hann lýsir þvl’