Eimreiðin - 01.04.1932, Qupperneq 53
E'MREIÐIN
JOHN MASEFIELD
173
^versu djarflega sumir menn horfast í augu við grimm ör-
lö9in, t. d. í Dauber.
Beinnar ádeilu kennir ekki í ritum Masefields; eigi gerist
hann heldur formælandi trúarlegra eða pólitískra sérskoðana.
^°num er nóg að bregða upp sönnum myndum úr lífinu
flálfu, og hann lætur lesandann um það að draga ályktan-
lrnar af þeim forsendum. Þó leynir Iífsskoðun hans sér aldrei.
ttann á ríka samúð með öllum þeim, sem órétti eru beittir
°9 halloka fara í lífsbaráttunni. Hann hefur eigi brugðist því
he>ti, er hann gerði í kvæðinu »Consecration«, sem að framan
Var rætt: — að tala máli smælingjans, hins lítilsvirta og
9leVmda.
Allir, sem ljóðum unna, eiga Masefield skuld að gjalda.
^ann hefur opnað augu þúsunda fyrir list- og lífsgildi skáld-
shaPar. Hann hefur sýnt, að hið sanna ljóðskáld getur fundið
bvæðaefni næg í lífi samtíðar sinnar, jafnvel á þeim sviðum
tess, sem allur þorri manna álítur snauð að fegurð og göfgi.
^ann hefur í einu orði sagt fært nýtt líf í enska ljóðagerð,
e>nkum ljóðsagnalistina.
[Au]{ rj(a Masefields eru þessar aðal-heimildir mínar: Cornelius Wey-
Sandt: The Plays and Poetry of John Masefield, University of Pennsyl-
^ania Lectures, 1915; William Lyon Phelps: The Advance of English
oetry in the Twentieth Century, 1919; John W. Cunliffe: Modern English
^VWrights, 1927. — Handhæg útgáfa af kvæðum og ljóðsögum Mase-
telds er The Collected Poems of John Masefield, London, William
“einemann, 1928.]
Iestur Nýrra kvæða
^avíðs Stefánssonar.
Hátt er flogið, heiðasvanur góði!
Hrifin les ég Nýju kvæðin þín.
Rímsins snild og list í kveðnu Ijóði
iengi hefur verið unun mín.
Er þú svífur yfir brúnir fjaila,
inn á fagra draumalandið þitt,
láttu eina hvíta fjöður falla
frá þér, niður á gleymda leiðið mitt.
Herdís.