Eimreiðin - 01.04.1932, Qupperneq 57
EiMREIÐIN
SKÝJABORGIR
177
i3essum heimi), — heldur hitt, að þeir verði göfugri, sann-
^annlegri, — að þeitn lærist æ betur að skilja lífið og til-
Veruna, kunni æ betur að njóta hins fagra í náttúrunni og
^annlífinu og meta það, og að lokum, að þeir móti vilja sinn
°9 breytni samkvæmt lögmálum þeim, er þeir sjá æðst í til-
Verunni, og í samræmi við þá fegurð, er þeir skynja háleit-
asta. Og allar framfarirnar og alt okkar brask verður að
meta eftir því, að hve miklu leyti það styður að því, að göfgi
°9 tign mannlegs lífs verði meiri, að öllum gefist kostur á
a^ komast sem lengst og að komast sem hæst á vegum
sann-mannlegs þroska. —
Fyrrum voru prestarnir taldir nauðsynlegustu embættis-
mennirnir, — nú eru það læknarnir. Forfeður okkar dreymdi
Um að frelsa sálirnar, — okkur dreymir um að frelsa líkam-
ann. Ég skal alveg láta ósagt, hvort er betra. Hvorttveggja
€r einhliða. Forfeðrum okkar gekk nú reyndar skrattalega að
frelsa sálir. En gengur okkur nokkuð betur að frelsa líkami?
^9 held ekki. Að minsta kosti bera sjúkdómaskýrslur og at-
Vlnnuleysis-skýrslur ekki vott um það, að okkur takist sérlega
Vel að sjá um líkamina, sjúka eða heilbrigða. Og orsökin er
an, að hugsjónir okkar, vökudraumar okkar, fljúga lágt og
eHlega. Jörðin gæti verið sannkölluð paradís. En okkur dett-
Ur ekki í hug að reyna til að gera hana að paradís. Nei,
þaö er svo langt frá því, að ef einhverjum dettur í hug, að
Uni sé að gera hana að svolítið þolanlegri samastað en hún
er' bá eru flestir sammála um að kalla hann skýjaglóp. Og
a^ nokkur vilji nokkuð á sig leggja, til þess að lífið verði
P°lanlegra, fegra og betra, — nei, biddu fyrir þér, — »við
erum þó ekki nema menn«, sem er útlagt: »Við erum bara
sl<epnur«.
Setjum svo, að bæjarstjórn og borgarar Reykjavíkur kæmu
saman einn góðan veðurdag og segðu af alhug: »Við skulum
9era Reykjavík að fyrirmyndar-bæ. Hér skulu ekki framar
Vera forugar götur, Ijót hús, heilsuskaðlegar íbúðir, eymd og
a*aekt annarsvegar, en óhóf og bruðl hinsvegar. Hér skal alt
°*k, að svo miklu leyti sem í okkar valdi stendur, vera mett
°9 sómasamlega klætt, mentað og ánægt*. Dettur nokkrum
manni í hug, að þetta væri ómögulegt, ef menn Iegðu allan
12