Eimreiðin - 01.04.1932, Síða 66
EIMREIÐIN
Trúin á manninn.
[Um manndýrkun (húmanisma) hefur lí('
uerið rilað áður á íslenzku máli, nema e
nefna mætti ritgerð, er birtisl nýlega í »1
unni“ og nefndist „Trúin á samfélagið •
Hér er litið frá talsvert annari hlið á þetta
málefni].
Sú andlega hreyfing, sem nefnd
hefur verið húmanismi og á íslenzhu
mætti ef til vill nefna manndýrkun, a
sér mikinn aðdraganda í lífi nútímans.
Eigi hefur verið tíðar um annað ritað
í blöðum og tímaritum hér vestan hafs
nú á síðustu árum. En þó er eins og
mönnum sé ekki enn orðið ákafleg3
Ijóst, hver þessi hreyfing í rauninni er. Veldur þar margt um og
þó einkum það, að þetta nafn hefur haft margvíslega merk-
ingu og verið notað um óskyldar stefnur. Heimspekingar, r>|'
skýrendur og trúmálarithöfundar Ameríku hafa nú undanfarip
átt í allsnörpum deilum um þessi efni og lagt misjafnlega ^
málanna. Eiginlega mætti svo virðast sem stefnurnar vaeru
eins margar og mennirnir, sem um húmanismann rita, sy0
skiftar eru skoðanirnar. En þó ber mest á því, að talað se
um tvær stefnur: »eystri húmanismann* svo nefnda, eða bók-
mentastefnu þeirra Babbits og Mores, og »vestari húman'
ismann*, sem er trúmálastefna, klofin út úr vinstra væng Um-
tarakirkjunnar. Stefnur þessar eru af mörgum taldar gersam-
lega andstæðar og ósamrýmanlegar og taldar að eiga ekkert
sameiginlegt við húmanismann gamla eða fornmentastefnuna>
er svo var nefnd. En í sjálfu sér er hér öllu fremur um a^
ræða kvisti af sömu rót, sem á uppruna sinn Iangt aftur 1
fornöld. Hugsun mannanna hefur ávalt sveiflast milli tveggi3
sjónarmiða á lífinu, þess náttúrlega og yfirnáttúrlega, mannleg3
og guðlega og lagt misjafnlega mikla áherzlu á hvort um sig-
Þegar menn hafa gefið meir gaum að hinu náttúrlega og laS