Eimreiðin - 01.04.1932, Blaðsíða 82
202
TRUIN Á MANNINN
eimreið'N
neinn guð að treysta eða hans yfirnáttúrlega styrk. Maðurinn
á aðeins sjálfan sig að, og ríður þá á því, að hann reynist
sjálfum sér vel. Það er heldur ekki hægt að syndga upp a
neina náð. Öll glappaskot hljóta að koma oss sjálfum í koll-
Hinsvegar er maðurinn sjálfs sín húsbóndi og þarf ekki að
óttast neina heiftúðuga hefnd fyrir afbrot sín fram yfir e^*'
lega og óhjákvæmilega afleiðing þeirra. Sú hugmynd um synda-
sekt, sem guðfræði hleypidómanha hefur ávalt notað fyrir hns a
ístöðulitlar og grunnhyggnar sálir, til að kúga þær til iðrunar og
betrunar, hefur auðvitað í flestum tilfellum orðið til siðspiH'
ingar eins og öll hræðsla hefur æfinlega leitt. Það er heilsu-
samlegra en nokkurt syndavol að treysta á það, sem gott er
í manneðlinu og trúa því, að menn geti ávalt tamið hæfile*^a
sína til nýtilegra verka.
Alveg eins og húmanistarnir telja guðstrúna ekkert nema
úreltan hleypidóm og það jafnmikla heimspekilega meinloku,
að dæmi ]ohn Deweys, eins og þegar nýguðfræðingar eru iðu*
lega að fást við í ritum sínum að álykta frá árangrinum ‘ll
upprunans — frá manninum til guðs, þannig að sú þróun,
sem ber ávöxt í skynsemi gæddri vitund mannsins, hljóti að
eiga sér uppruna, sem ekki sé a. m. k. minni gáfum gaeddur
— guð, sem stjórnar og ræður —, alveg á sama hátt líta þeir a
trúna á framhaldslíf mannsins. Hvorutveggju er hafnað oS
talið einskisvirði. Því að frelsun sálarinnar er fyrir þeI11^
bundin einungis við þetta líf. Þeir leggja ekkert upp úr starfi
Sálarrannsóknarfélagsins brezka, telja að hvergi sé neinn snef*
ill af sönnunum til fyrir slíkri hugmynd eins og framhaldslíf1
einstaklingsins. Dauðinn er fyrir þeim endir alls. En þetta er
endir, sem engin ástæða er til að óttast, ef menn læra að
lifa vel og eldast göfuglega. Ekkert er betra gömlum manru
en að deyja. í þessari röksemdafærslu gleyma húmanistarnir
raunar að gera grein fyrir hlutskifti þeirra, sem deyja ungir
frá öllum viðfangsefnum sínum óleystum, öllum vonum sínum
og þrám órættum.
Yfirleitt má segja að húmanistar leggi mesta alúð við þessa
heims gæði, svo sem heilbrigði, kærleika, góðvild vináttu,
fegurð, skáldskap, sönglist og þekkingu, en finnist minna ti
um gæði trúarinnar, >samfélag við drottin«, iðrun, afturhvar