Eimreiðin - 01.04.1932, Qupperneq 94
EIMREIBIN
Þegar ég varð myrkfælinn.
Eftir Odd Oddsson.
Þegar ég var barn að aldri, lék ég mér að völum og köggluW
úr sauðfé, eins og önnur sveitabörn gerðu þá. Þær völur eða
kögglar, sem höfðu hærra hornið að framan hægra megin, v°rU
sauðir, en hinir ær. Fallegastar voru þær völur, sem v°rU
stórar og mislitar af einhverjum ástæðum, sem oftast var a
því að þær voru úr reyktu kjöti, og því fallega móröndóttar
og venjulega stórar, því kjöt var helzt reykt af vænu fé. ^
hef alla mína æfi verið seingáfaður og þurft lengri tíma en
flestir aðrir til þess að átta mig bæði á líkamlegum og and'
legum efnum, og svo var það, að ég átti lengi erfitt með a
muna hvort var hægra eða vinstra. Loks fann ég þó alg>^a
reglu fyrir því. Baðstofan sneri í suður, rúmið mitt var vestan
megin í henni, gluggi var á suðurstafninum. Þegar ég sto
við rúmstólpann minn og horfði í gluggann, þá sneri ával
hægri hliðin að stólpanum; þegar ég svo vildi vita hvort var
hægra eða vinstra á einhverjum hlut, varð ég þess vísari, e
ég bar hlutinn að rúmstólpanum, og lét hann horfa í gluSS'
ann, og þess neytti ég til að ákveða kynferði kindanna minna-
Nú var það svo, að mér varð illa haldsamt á völunum,
vinnukonurnar urðu oft valdar að vanhöldum á þeim. Þá var
mikið spunnið á stórum heimilum, en allir hnyklar undnir a
sauðarvölur, og þó ég væri að bera mig að sitja um að na
í þær aftur, þegar rakið var í voðirnar, gekk mér það erfið
lega og fékk aðfinningar fyrir að vera að káfa ofan , \
rakningsstokkana, til þess að ná í völurnar. Öðru vis>
var því háttað um kögglana. Hjá föður mínum var margt fe
skorið á hverju hausti, því þá var engin kind seld út úr hem>
ilinu, og hjá honum dó aldrei kind úr hor. Svið, heitar kökur
og gulrófur var skamtað á hverju laugardagskvöldi frá fyrstu
rétt til jólaföstu, — hálft höfuð (kjammi), tveir fætur, be>
kaka og hálf gulrófa sérhverju af heimilisfólkinu, karlmönnum
af vænna, en kvenfólki og unglingum af rýrara fé. A sunnu