Eimreiðin - 01.04.1932, Qupperneq 110
230
KREUTZER-SÓNATAN
EIMREIÐ>n
til að staðfesta sakleysið! Hvað þurfti ég framar vitnanna við?
Hér komst enginn efi að. Það eina, sem ég óttaðist, var, að
þau mundu sleppa úr greipum mér, finna einhver ráð til að
svifta mig sönnuninni fyrir sekt þeirra. Til þess því að koma
þeim í opna skjöldu inni í salnum, læddist ég á tánum mn
ganginn og í gegnum svefnherbergi barnanna, í stað þess að
fara rakleiðis í gegn um móttökuherbergið. í fremsta svefn-
herberginu svaf drengurinn, í því næsta sváfu telpurnar. Eg
tók eftir að barnfóstran rumskaði, þegar ég læddist þar um.
Ef hún nú vaknaði og kæmist að öllu saman! Það greip miS
einhver svo mikil eymd þarna inni, að ég gat ekki tára bund-
ist. Til þess að vekja ekki börnin, hljóp ég aftur á tánum
fram í ganginn, þaðan inn í skrifstofu, fleygði mér þar á le9u'
bekk og brast í grát.
»Þannig er þá komið um mig, sem alt af hef verið heiðar'
legur maður! Mig, manninn, sem alt af hefur dreymt um ham-
ingjusamt heimilislíf, manninn, sem aldrei hefur verið konunni
sinni ótrúr! En hún, — hún — fimm barna móðir, . . • h1111
situr þarna inni og faðmar þenna fiðluleikara, af því hann er
ósvífinn og hefur rauðar varir , . . Hún er gála, blygðunar-
laus gála! Að geta fengið annað eins af sér — og börnm
sofandi í næsta herbergi . . . En þetta er alt saman skilja0'
legt, því ást hennar til mín hefur aldrei verið annað en hræsni-
Að geta skrifað eins og hún gerði! Og kasta sér svo um
hálsinn á þeim fyrsta, sem býðst af götunni! En um hvað er
ég annars að tala? Má ekki vel vera, að svona hafi hún
frá því fyrsta! Ef til vill er þjónninn faðir að öllum börnun-
um, þó að þau séu talin mér! Ef ég hefði ekki komið fyr en
á morgun, hefði hún náttúrlega tekið á móli mér með sínum
venjulega yndisþokka, komið róleg á móti mér í aðskornum
kjólnum með vandlega greitt hárið — ég sá hana fyrir nier
í huganum — og afbrýðisemin hefði læst mig áfram í ran'
dýrsklóm sínum og aldrei slept takinu af mér! —
Hvað ætli barnfóstran og Jegor hugsi? Og Lísa veslingurinn-
Hún var nú komin á þann aldur, að hún var farin að skil)a
sumt, sem fram fór. — Hvílík ósvífni! Hvílík lýgi og hraesni-
Og svo þessi dýrslega fýsn, sem ég kannast svo vel við-4
Þannig hugsaði ég með sjálfum mér.