Eimreiðin - 01.07.1938, Síða 12
244
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
bimbbiðis
frá götuljósunum og leiftur-auglýsingum stórbygginganna,
stóðu konur og karlar í hópum, lesandi með eftirvæntingn
í svipnum um það, hvað Hitler hefði að segja heiminum um
afstöðu sína og Þýkalands til stríðs eða friðar. Einn hlaða-
mannanna við „News Chronicle" sagðist aldrei hafa séð eins
marga með blað í höndum á nokkrum tíma dags eða nætui,
öll þau ár sem hann væri búinn að fylgjast með lífinu á Lund-
úna-götum, eins og þessa nótt. Fólk á öllum aldri og af öllum
stéttum virtist þarna samankomið til þess eins að spyrja, hvort
það gæti virkilega verið að ný heimsstyrjöld væri að skella a.
Mest bar á unga íólkinu, en einnig mátti sjá marga, sem auð-
sjáanlega mundu heimsstyrjöldina og hörmungar hennar. Al'
vara og jafnvel óhugnaðarkendur kvíði setti svip á þetta kvöld-
Og það var sama hvort gengið var ínnan um almúgann, sem
hnappaðist saman i kring um stjórnarbyggingarnar í White-
hall og Downing-stræti eða um hinar skrautlýstu stéttir Picca-
dilly og Shaftesbury Avenue, þar sem kjólklæddir rnenn °g
skrautklæddar konur stóðu berhöfðuð í hópum úti fyrir dýi'
um leikhúsanna og gildaslcálanna, hvergi gætti þeirrar æsinga'
og þeirra fávíslegu fagnaðarláta, sem einkendi ágústkvöldin 1
London 1914, er stríðsæðið var að grípa heiminn, enda höfðu
blöðin orð á því hve ólík geðhrif fólksins hefðu verið þá og nú-
Það var sýnilegt nú, að fólkið hataði nýja tortimandi styrjöld
— nýtt blóðveldi yfir þessa örkumlum hlöðnu jörð.
Fyrsta för Chamberlains til móts við Hitler á heimili hans
í Berchtesgaden, vakti undrun og aðdáun i senn. Hinn aldraði
ráðherra, sem aldrei hafði áður ferðast í flu»'
Fyrsta flugferð vél, lét ekkert hindra sig, þótt á 70. aldursári
Chamberlains. væri, frá því að fara sem skjótast á fund
Hitlers, lil þess að reyna að afstýra voða °lr
styðja að friðsamlegri lausn málanna. Það er nokkurnveg
inn víst, að hefði hann ekki tekið upp þessa aðferð, sem að
vísu kom nokkuð flatt upp á suma og rússneska blaðið „IsveS
tia“ sagði vera smánarlega og auðmýkjandi fyrir forsætisráð-
herra Bretlands og brezku þjóðina, þá hefði styrjöld brotist
lit þegar þann 15. eða 16. sept. Enda voru fyrirsagnir kvöld-
blaðanna í London miðvikudaginn 14. sept. ýmist: Næstu
klukkustundirnar skera úr um það hvort stríðið skellur á nu