Eimreiðin - 01.07.1938, Qupperneq 14
VIÐ ÞJÓÐVEGIXN
bimheiðIN
24(i
sætisráðherra Bretaveldis, „hávaxinn, lotinn, sinasterkur, rea-
listiskur, nógu gainall til þess að geta verið faðir Hitlers,“ °g
foringi 75 miljóna þjóðar, „hinn þrekvaxni, dulræni, aflþrungm
draumhugi Hitler, þráðbeinn eins og viðarteinn."
Þessi fyrsti fundur þeirra Chamberlains og Hitlers réði úr-
slituni. Eftir það fóru forráðamenn stórveldanna að talast við
og semja í stað þess að standa hver framan í öðrum, ógnandi og
með steitta hnefa. Bæði fundirnir í Godesberg og Munchen, þar
sem þeir Chamberlain og Hitler, með aðstoð forsætisráðherra
Frakka og Ítalíu, hafa haldið áfram samningaumleitunum sín-
um, voru ekki annað en eðlilegt framhald þeirrar stefnu, sem
rás viðburðanna hafði tekið eftir að isinn var brotinn og sainn-
ingar upp teknir. Hversu varanleg sú lausn verður, sem fengm
er, ef um lausn er að ræða, skal látið ósagt. Tékkóslóvakia
hefur orðið fyrir þungu áfalli. Ef ekki hefðu tekist sættir, hefði
hún að likindum verið afmáð úr tölu sjálfstæðra ríkja. Vel ma
svo fara, að það sem hún hefur tapað af löndum, vinni hun
aftur upp á stuttum tíma með samúð og aðstoð annara ríkja>
svo sem hún á skilið. Friðurinn hefur verið trygður — a^
minsta kosti um stundarsakir. Það hefur kostað fórnir, eins og
öll afrek, en tortíming nýs heimsófriðar hefur enu ekki náð
að leggja í rústir lífið á þessari jörð. Og er nokkur fórn of stoi'
til þess að reynt sé lil hins ítrasta að koma í veg fyrir það?
En til þess að enn betur verði ljóst, hve litlu inunaði, a®
alt fa>ri í bál í Evrópu og styrjöld brytist út, er fróðlegt :>ð
virða fyrir sér hvernig sakir stóðu sunnudaginn 25. sept., rétt
áður en Chamberlain fór í þriðju för sína til
Herkvaðningin Þýzkalands. Franska stjórnin hafði kallað um
í alglevmingi. eina miljón manna til vopna, í viðbót við þa
miljón, er fyrir var, tekið járnbrautirnar 1
sínar hendur, allar útvarpsstöðvar, haft flotaun reiðuhúinn og
fyrirskipað afnám 40 stunda vinnuvikunnar um stundarsakir.
auk þess tekið öll flutningatæki í þágu herflutninga. Frakkai
voru fyrstir til að kalla saman. herinn, næst sjálfum Tékkum-
í dögun laugardagsmorguninn 24. sept. voru konmar upp stórai'
auglýsingar um herúthoð á hverju einasta ráðhúsi um gervah
franska lýðveldið. Brezki flotinn var reiðubúinn, herskip voru
kölluð heim hvaðanæva, þar á meðal tvö frá ströndum íslands.