Eimreiðin - 01.07.1938, Page 22
254
HRUN
eimreiði-n
inn". Hún hafði skolfið af ótia og fiúið i faðm hans, hjúfrað sig *
sterka armana. En nú .... ? „Aldrei meir.“
Nú getur liún ekkert. Hún situr og starir á gulan vegginn. Hún
er föl og kringum grátþrútin augun eru dökkir baugar. Svart hárið
fellur illa greitt niður með sognum vöngunum, og barmur liennar
hefst og hnígur í hljóðum ekka.
Þó liafði hún vitað þetta. í bréfum síniim hafði hún spurt hann.
Annað livort hafði hann ekki svarað eða farið undan i flæiningi-
Andvökunætur hafði hún hugsað um þetta. Hún hafðí fvrirgefið
honum, aðeins grátið og' grátið, eins og hún vildi drekkja syndum
elskhuga síns í eigin tárum. Og hún beið og beið.
Marzvindarnir blésu yfir landið, þurrir og kaldir, og nepjan
smaug merg og blóð.
Loksins kom það, síðasta bréfið.
í alt kvöld liefur hún starað út í myrkrið og starir enn. Hún
liorfir á mjöllina flygsast niður og hlustar á goluna þjóta í Þ3^"
skegginu, ymja kveinandi dánarlag á gíúgganum.
í raun og' veru hafði lnin fundið leynda gleði í þvi að fyrirgefa
honum. Hann liafði verið hluti af henni. En nú var hann ókunnm
kraftur, sem hafði borið hana heljarfargi liinnar tærandi sorgar-
Nú var henni fyrirgefningin um megn,
Það eru tii takmörk þess, sem hægt er að þola.
Alt í einu ris liún upp, gengur yfir gólfið og hallar sér í leiðslu
að þilinu. Höfuðið fellur þungt út á öxlina og skyndilega réttir hún
fram hægri höndina, eins og til þess að grípa eitthvert ósýnileg1
liald í loftinu, og bjarminn af gulli baugsins blikar í augum.
Grafkyr og þögul starir liún á gripinn.
Einu sinni í vor, jiegar þrestirnir böðuðu út vængjunum á ný-
laufguðum greinum ilmbjarkarinnar og sólin glóði vorhvit, iðandi
hnappský, hafði hann gefið henni hringinn. Hann var lítill, látlaus
með fagurrauðum steini í Iileyptri umgjörð. í gleði sinni hafði hún
kyst fagurrauðan flötinn, sem varp glitlogandi endurskini til augans-
Hann var eilift tákn ástar þeirra, hafinn í þögulli tign Sfinxins
Iiátt yfir misgjörðir mannanna. — Nú óskar hún, að hann spryngi
sundur og hún sæi blóðið drjúpa úr sárinu.
Hún kippist við. Hárið lirynur í stríðri bylgju fram yfir brenn-
andi augun, og líkaminn titrar. í krampakendri æsingu slítur hún
gidlið af fingri og kastar því af hendi. Einblíndum auguiu sér hún
hringinn skella á þvottaskálinni. Hann lioppar og veltur á brúninnn
fellur inn af, og vatnið lykst saman. Daufur hljómur af snerting-
unni við botninn berst að eyrum hennar, sem grafkyr horfir hlust-
andi, með logandi augum, á gullið hyljast i vatninu. í augnakrók-
um hennar glitra tvö tár. Og i móðu táranna sér lnin hringina «
vatnsfletinum sléttast. Ilið eilífa tákn ástar þeirra er druknað i
fyrirlitningu og hatri.