Eimreiðin - 01.07.1938, Síða 40
272
ULLARMÁLIÐ
eimbeiði>'
var tekinn af eigendum hennar, heldur en það var um Þa®
leyti, sem nefndin mat verð hennar svo gerræðislega. Til þess
að upplýsa hvað ullarverðið hafi verið á íslandi, þegar uni-
ráðarétturinn var tekinn af eigendum hennar, vil ég leyfa niei
að henda á það, sem hér fer á eftii".
H. C. Wandrup, yfirréttarmálafærslumaður [í Kaupmanna-
höfn], hefur skýrí frá því i bréfi til sænska sendiherrans Þar>
að „samkvæmt umsögn Tofte ræðismanns [og bankastjóra 1
Reykjavík], muni hér vera um gamla ull að ræða frá árunum
1915, 191G eða 1917, sem upphaflega kostaði kr. 3,10, en val
seld um haustið 1917 fyrir kr. 4,75 og komst upp í 6 eða 7 ki-
tvípundið um vorið 1918, þegar umráðarétturinn var tekinn
af eigendum hennar. í maí 1918, eða um það leyti sem verzlun-
arsamningurinn var gerður, kevpti danska stjórnin — sanik'-
því sem stóð í dönskum blöðum, og mun hafa verið alkunnugt
hæði í Danmörku og á íslandi — um 270 tonn af islenzkn
vorull. Var sú ull sömu tegundar og keypt með sömu skily1^'
um og þeim, er fylgdu ull Svíanna. Verð þessarar ullar var kr-
8,50 danskar tvípundið. Um sama leyti mun íslenzk ull haf*1
verið seld fyrir alt að 16 d. kr. tvípundið“.1)
Nefnir hinn sænski málafærslumaður síðan ýms dæmi þesS’
að islenzk ull hafi verið seld fyrir kr. 3,60—4,85 um haustið
1917 og að verðið hafi þá verið síhækkandi þangað til verzl-
unarsamningurinn hafi verið gerður, en í apríl 1918 hafi lS'
lenzk ull verið boðin á kr. 6,00 til geymslu á íslandi, en fyrir
íslenzka nll í Kaupmannahöfn hafi verið greiddar um 7,50
sænskar kr. fyrir tvípundið. Er ullarverzlunin var gefin lallS
um sumarið 1919, segir sóknarskjalið að íslenzka útflutnings
nefndin hafi selt vorull fyrir kr. 6,75 tvípundið, flutta til Kaup'
mannahafnar.
Heimtar hinn sænski málafærslumaður því að fá skaðahætuu
svo að þeir fái ullina greidda með 7 kr. tvípundið, eða þá upP
hæð, sem sanngjörn megi teljast, og þó undir engum kringum
stæðum minna heldur en hið beina tap hvers firma, og 5% vexti
til greiðsludags. En svo sem áður er getið er beinn skaði hinna
1) Er hér skírskotað til greinar i danska blaðinu Politiken 18. feb'11,1
1919, þar sein sagt er frá þessu og sem orðróm, en iiann síðan staðfest11
með viðtali við Carl Sæmundssen, seljanda ullarinnar.