Eimreiðin - 01.07.1938, Síða 44
‘276
ULLARMÁLIÐ
eimreiðiíi
hafi hvorki haft, né ætlast til að hafa nokkurn hagnað af eign-
arnáminu, enda muni það sanni nær, að vegna verðfalls íslenzku
krónunnar, eftir að eignarnámið fór fram, hafi islenzka ríkið
orðið fyrir lialla af því.
í álitsgerð minni lilutans, Koersners hæstaréttardómara,
heldur hann fram sínum fyrri skoðunum um að íslenzku rík-
isstjórninni bæri að bæta það tjón, sem sænskir ullareigendui
hafi orðið fyrir.
Sáttagerðin er undirrituð 17. september 1929. Enda þótt
sænska stjórnin gæti nú skotið málinu til gerðardóms, eða til
alþjóðadómstólsins i Haag, mun niðurstaðan hafa þótt svo
sterk, að ekki þætti rétt að halda því frekar til streitu, og Þar
með var þessu mikla máli lokið, á þann hátt, sem íslendingar
gátu lielzt kosið.
Lokaþáttur þessa máls fór þó fram tveim vikum síðar. Þjóð-
trúin segir að öll stórvirki kosti mannslíf. Jafnvel ekki nieira
mannvirki en Hóladómkirkja fékk ekki staðist fyrr en hun
hafði fengið hlóðfórn. Svo fór einnig um ullarmáiið.
Koersner hæstaréttardómari þreyttist mjög á þvi erfiði, sem
hann þurfti að leggja á sig við lestur allra þeirra málsskjala,
sem voru lögð fram, og á þeirri vinnu, sem hann lagði í rnálið-
Réttum tveim vikum eftir að sættargerðin var undirskrifuð,
féll hann niður á heimili sínu og var þegar örendur.
Hamingjubarn.
I>ú varst ánauðug ambátt Umskiftingur
i ágætum skrúða, í álaga böndum,
fangi í fjötrum viljalaust rekald
fegurstu dúða. í vanans höndum.
Af hlekkjunum glitraði
gimsteinaljómi,
1>ú varst hamingjubarn
að heimsins dúmi.
Margrél Jónsdóttir.