Eimreiðin - 01.07.1938, Side 45
eiMREIÐIN
Þegar skyldan býður.
Smásaga eftir Sigurð Helgason.
Eyþór losaði svefninn.
Hann hafði legið á bakinu, sofið
fast og draumlaust. í svefnrofunum
snéri hann sér á hægri hliðina og
horfði hálfsofandi á þilið móti rúm-
inu.
Alt í einu glaðvaknaði hann,
starði á þilið og beið með eftirvænt-
ingu. En hann varð fljótt rólegur
aftur. Þetta hafði verið óþarfa á-
hyggjusemi. Nú, þegar hann var al-
veg vaknaður, sá hann greinilega,
að daufum glömpum brá fyrir á
þilinu. Þeir komu og hurfu með
jöfnu millibili. Sumir þeirra voru bara svo daufir, að þeir sá-
Ust varla, en hann skildi strax, hvernig á þvi stóð. Mjalliokið
°§ kófgusurnar úti voru auðvitað misjafnlega þykkar, en þess-
'r glampar voru leiftrin frá vitanum, sem hann gætti Hóla-
nesvitanum. í hvert einasta sinn, sem hann vaknaði á nóttunni,
Var það hans fyrsta að gá yfir á vegginn, þar sem leiftrum
vitans brá fyrir.
Hann lá vakandi um stund og horfði á glampana. Það var
kalt inni í herberginu. Úti í myrkrinu heyrði hann léttan and-
ardrátt inargra barna. Hann heyrði konuna anda þungt og
reglulega við hlið sína og fann hvernig sængin ofan á þeim
hi'ærðist örlítið til í hvert sinn, sem brjóst hennar hófst og
Eneig. En úti fyrir húsveggjunum suðaði vindurinn, og úr
Úarlægð harst þungur niður, margbreytilegur og magni þrung-
'nn- —- Það var brimhljóðið.
Eyþór var að því kominn að sofna aftur, þegar hann hrökk
hpp og glaðvaknaði á ný. Nú mátti hann ekki sofna. Þegar
Sigurður Helgason.