Eimreiðin - 01.07.1938, Síða 68
HÁSKÓLABÆRINX LUNDUR
EIM REIÐIN
300
dómsdegi, sem Joakim
Skovgaard málaði á
hvelfinguna yfir alt-
arinu 1924—27, og hin
fögru gluggamálverk
Vigelands, er gerð
voru skömmu síðar.
Við norðurvegg
þverskipsins eru leif-
ar Andreas Sunesons
erkibiskups í hrör-
legri steinkistu. Þegar
hann, sem sameinaði
í sér hermann, vís-
indamann og skáld,
var lagður til hinstu
hvíldar hér í fullum
skrúða árið 1228, lauk
óvenju tilbreytinga-
ríkri æfi. Þessi erki-
biskup í Lundi hafði
unnið sér frægð sem prófessor við Svartaskóla; í Bologna hafði
hann numið kanónarétt ásamt Innocentíusi III.; hann hafði
ort óð um sköpunina undir nafninu Hexdemeron, og lofsöng
til Mariu meyjar. En hann hafði líka barist sem krossfari við
hlið Vaklemars sigursæla og var með í sigrinum á Estlend-
ingum við Volmar árið 1219. Hann rikti yfir stærsta kirkju-
fylki Evrópu, er ægilegasti sjúkdórnur þeirra tíma, holdsveikin,
greip hann og dró hann síðar yfir landamæri lifs og dauða.
Á veggnum hinumegin í þverskipinu er höggmynd eftir van
Dúren af hinum heilaga Lárents, guðsmóður og Knúti helga-
Undir henni stendur skrautlegur orgelskápur, sem Ivristján
gaf kirkjunni á stjórnarárum sínum.
Prédikunarstóllinn er það athyglisverðasta í háskipinu. Hann
er úr sandsteini, svörtum kalksteini og alabastri og gerður á
15. öld. Og uppi i hvelfingunni eru fjölmörg fögur málverk
af biblíumyndum, sem færri taka eftir en æskilegt væri.
Trappan hægra megin uppgöngunnar í kórinn liggur niður