Eimreiðin - 01.07.1938, Side 70
302
HÁSKÓLABÆRINX LUNDUR
EIMREIÐIff
arið eru ýmsar biskupagrafir, skreyttar með myndum eftir
van Diiren.
Vestast í grafhvelfingunni er brunnur, skreyttur gaman-
sömum myndum ýmissa tegunda, en í hann er vatn leitt óraveg
gegnum leiðslu úr steini, sem er frá fyrstu árum kirkjunnar.
Úr honum var tekið vatn til skírnar, vígslu og handþvottar
biskupa og klerka.
Þegar við göngum út úr kirkjunni og austur með suðurhlið
hennar, förum við framhjá litlu rauðu húsi úr tígulsteini rneð
tröppugólfi. Það hús er hið eina, sem nú er eftir af klaustur-
húsunum fornu. í kjallara þess var stúdentafangelsið á liðn-
um öldum, en þar voru óhlýðnir háskólaborgarar látnir dúsa
upp á vatn og brauð. En á efri hæðinni var skilminga- og fim-
leikasalur Lings, og þar bjó faðir sænskra fimleika hið heiins-
fræga kerfi sitt til.
Hingað til höfum við ekki litið fegurð trjánna og dásenidir
blómanna, vegna skugganna af sögu löngu liðinna tíma. En
nú mætir hinn fornfrægi Lundargarður augum olckar með
aldagömlum kastanium, linditrjám og eikum, sem gegnum
aldirnar hafa ef til vill gefið innblásturinn að fleiri ástakvæð-
um og náttúruljóðum en flestir aðrir garðar veraldarinnar.
Nú er hann í fullum blóma, grænar krónurnar gnæfa yfir
höfðum okkar með fuglasöng og litbrigðum hins lifandi laufs.
en á botni hans gróa fögur blóm á vorin og framan af sumrinu,
meðan skuggarnir af trjánum eru daufastir. Og tré þessa garðs
hafa litið ótal unga elskendur á stígum og bekkjum undir
laufi þeirra, síðan þau voru sett niður fyrst, því að Lundar-
garður er allra staða mest dásamaður af elskandi æskufólki-
Norðan við Lundargarð er háskólabyggingin, sem er by»ð
i nýgrískum stíl og hvít að lit. Framan við hana er skraut-
legur og stór gosbrunnur, og á göflunum eru heljarstór lík'
neski af dýrum með mannshöfuð. Rétt hjá gosbrunninum erU
styttur af fjórum víðfrægum prófessorum við skólann, og a
milli stórvaxinna trjáa þar er eftirmynd af fornum haug nieð
aðfluttri hárri rúnasúlu.
Beint á móti háskólanum er Akademiska Föreningen, sem
er það hús i Lundi, er mest iðar af lífi og fjöri á veturna °S
vorin og hefur að geyma allar andstæður stúdentalifsins. For-