Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1938, Page 72

Eimreiðin - 01.07.1938, Page 72
-304 HÁSKÓLABÆRINN LUNDUR eimreiðin eftir stúdentana. í gluggunum þar er hvítur gipsköttur, sem er tákn blaðsins og það fyrsta, er gestir reka augun í í glugguni hússins. Uppi á annari hæð eru stóri og litli salurinn, þar sein erindi, umræður, hljómleikar og hátíðahöld eru næstum á hverju kvöldi alt háskólaárið. Sunnan við Akademiska Föreningen er stórt og fagurt torg, sem kent er við Tegnér og ber styttu hans. Við það torg stend- ur Iíulturen, þar sem öll menningarsaga Suður-Svíþjóðar er „í eigin persónu“ á lifandi og skfmtilegan hátt. Þar getur meðal annars að líta klæði eins og egypzka dúka frá dögum Krists, teppi frá 1500, ineð t. d. mynd af Gottfried af Bouillon, sem, að því er áritunin segir, „drap 10000 svikara til heiðurs Drotni“, og skánska dúka frá ýmsum tímum. Þar eru líka margir og stórir salir fullir af allskonar klæðnaði frá ýmsum tímum, skrautmunum og minjagripum, og í einu herbergi er rugguhestur Karls XII. og byltingarhringur Gústafs III.! Einn af skemtilegustu sölunum er helgaður þróun lestrar og skriftar og sýnir þróun prentlistarinnar og eirstungunnar frá upphafi- í trjágarðinum á hak við eru nokkur hús frá ýmsum tím- um og stöðum, sem sumum þykir ef til vill gaman að sjá, en í einu húsinu er meðal annars hinn svonefndi menningarstaur Lundar, sem er sex metra langur staur úr jarðlögum, sem myndast hefur frá steinöld og til vorra tíma, eða í síðustu 10000 ár. Staurinn var sagaður út úr jarðlögunum við Stóra torgið eitt sinn, er grafið var þar fyrir stórhýsi. Við hlið staursins liggja allir þeir hlutir, er fundust við gröftinn næst honum, í söniu röð og þeir komu upp. Þeir eru samtals um 40000, svo að þessi deild er hreinasti fjársjóður fyrir alla þá, er áhuga hafa á fornum fræðum. Eitt húsið er helgað sögu eldsins, og í öðru er skrautlegt leirkerasafn alt frá því um 4000 f. Kr„ þar sem munir frá flest- um löndum og ýmsum öldum eru í skápum og hillum. Og a Þrettándanum er hægt að fá að hlýða á messu í aldagamalh kirkju, sem hefur verið flutt í garðinn frá Bosebo. Víðsvegar um norður- og austurhluta borgarinnar eru ýms- ar stofnanir, sem standa í sambandi við ýmsar deildir ha- skólans, eins og til dæmis Háskólasafnið, sem stendur í fögr'
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.