Eimreiðin - 01.07.1938, Side 74
HÁSKÓLABÆRINN LUNDUR eimheiðin
um áður. Un'dir þvl
liggja Danir og Svíar
hópum saman í sömu
gröf, „af því að blóð
þeirra þektist ekki 1
sundur,“, eins
stendur á minnis-
merkinu á sænsku og
dönsku.
Þeir, sem áhuga
hafa á gróðri nióður
jarðar, geta litið inu
í hinn stóra trjágarð 1
austurhluta borgar-
innar. Þar sitja fuglar
ýmissa tegunda 1
greinum trjáa frá öH-
um áttum heims, og 1
tjörnunum og grasinu
leika froskar og skoi'-
dýr sína kynlegu
leiki. Og á stígunum eða bekkjunum sjást elskendur og vinir
á ýmsum aldri, talandi um hin ýmsu áhugamál mannanna-
Já, Lundur er aefintyranna borg, og bær fornrar og nýrrar
frægðar um leið. Og Lundur nútímans er fyrst og fremst borg
æskunnar og gleðinnar. En bak við alla æskugleðina er alvara
vinnunnar, því að stúdentarnir þar lesa mikið og vel, enda el
stærsti lilutinn aí Jieim úr stétt bænda og iðnaðarmanna Suður-
og Mið-Sviþjóðar.
Og að lokum: Allir, sem þrá fegurð og hvíld, þegar þeir eru
komnir i ryk Kaupmannahafnar, ættu að leita til Lundar, setj-
ast um borð í fagurt skip og renna í þægilegri járnbrautarlest
inn í höfuðborg skánskrar menningar til að kynnast sambandi
fortíðar og nútíðar í borg stúdentastemningarinnar. Allir hljót®
að fara þaðan hressari og yngri í anda, því að æskugleði stú-
dentanna rekur ætíð árafjölda og þreytu úr rosknum líkömum
heimsmannanna. Og Lundur er fremur öllu öðru gleðinnar
og stúdentanna borg.
Minnismerkið.