Eimreiðin - 01.07.1938, Side 79
EIMREIÐIN
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
311
íreniur sjálfsafneitun gömlu konunnar, eins og sjálfsafneit-
nnin er aðalefni sögunnar „Örðugasti hjallinn“. Það er ham-
lngjukrafa realismans og fórnarlund kristindómsins, sem þar
Vega salt. Ein tegund sjálfsafneitunar er fyrirgefningin, sem
Einar þreytist aldrei á að boða. Til þess að fyrirgefa þurfa
lnenn að skilja óvini sína og meta mótgerðir, sem fram við
niann koma. Getur þá komið í ljós við nánari athugun, að
niinna sé um þær vert en áður virtist, — svo reynist telpunni
1 »Fyrirgefning“ og drengnum'í „Marjas“. Þannig vísar íhug-
nn Einars honum veg til baka til hins forna boðorðs: Elskið
°vini yðar. — Og það jafnvel þótt þeir standi gegn sannleik-
nnum? — Jafnvel þá, samkvæmt sögunni „Á vegamótum“, sem
er eitt hið skýrasta tákn um skoðanahvörf Einars.
Æfintýrin tvö „Góð boð“ (1901) og „Óskir“ (1913) eru sér-
stæð að formi. Annars lýsa þau vel mun þeim, sem er á hugblæ
höfundar um aldamótin og tólf árum eftir. Efinn um framtíð
niannanna er nokkuð sterkur í hinu fyrra: honum virðist þeir
1-enna blint kapphlaup um völd, völdin tóm. í síðara æfintýr-
lnu vita mennirnir hvers biðja skal, þeir biðja ekki lengur
Uln völd, heldur um kraft til að standast lífsbaráttuna og fylgja
hugsjónum sínum alla hina örðugu leið til stjarnanna. Og
tírafturinn er þeim ætlaður. Kemur hér í ljós hin hjarta fram-
tiðartrú Einars, sem einnig tekur hold og hlóð í framfaramann-
'nuni vestur-íslenzka, „Anderson“, ímynd hins nýja tíma.
Ollum hefur komið saman um það, að Einar hafi hvergi
koniist hærra í list sinni en einmitt í smásögunum. Enda eru
bær snildarlega gerðar, og það svo að örðugt er að gera upp á
niilli þeirra. Það yrði kannske helzt að þeim fundið, að þeim
laegi við tilfinningasemi, sumum hverjum. „Þurkur“ er óvenju-
lega frásneydd því, og stingur líka að því leyti í stúf við hinar,
UÖ hún er alveg laus við fortölur. Áður hefur verið bent á það,
llVe. náskyld hún sé „Vonum“, sem löngum hefur verið talin
llezta saga Einars. Þar með er ekki sagt, að tilgangur (tend-
cns) Einars og fortölur spilli sögum hans. „Marjas" og „Vista-
■skifti“ eru góð dæmi þess, að svo er ekki, og það jafnvel ekki,
kótt söguhetjur hans hugsi og tali oftast eins og höfundurinn
sJalfur í rökvísum stíl og á völdu máli.
En það er ekki aðeins, að Einar hafi komist hæst í sinni list