Eimreiðin - 01.07.1938, Side 92
324
I'ÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
eimbeiðin
kristilegrar mannúðar, sem Einar var einna fremstur full*
trúi fyrir í pólitík og bókmentum síns tíma, að á komandi
árum og kannske öldum munu menn líta til baka til hennar,
sem einhvers hins merkasta tímabils, sem runnið hefur upp
yfir islenzka þjóð. Margt af ritum Einars á eflaust fyrir sér að
fyrnast eins og öll manna verk. En sumar smásögurnar eru
þau listaverk, að eigi munu gleymast meðan íslenzk tungu
er töluð og lesin.
Landmannalaug'ar.
Norðan Torfajökuls við mynni Jökulgilsins alkunna liggja Landman»a'
laugar. Allir þcir er fara Fjallabaksveg nyrðri gista í Laugum, þvi þar ei
sannkölluð paradís ferðamannsins. Einnig er altítt orðið, að þeir er afla
sækja í Fiskivötn, eyði tveim dögum í að fara i Laugar og sjá landkost-
ina og fegurðina, þar sem grænn balinn við rætur hrafntinnuhraunsins
er sundurskorinn af heitum og köldum lindum, en að baki og í krin£
gnæfa ein litprúðustu fjöll Islands.
Eftirfarandi kvæði eru gerð í Laugum.
Áfangastaður í Landmannalaugum.
Komum við að kveldi
á kyrlátan stað,
þar í víðu veldi
voröldin kvað.
Námum land við Laugar
— lémagna þá.
Lækjalinda baugar
liðu oss hjá.
Okkar inn í tjaldi
andaði fold.
Hér hún forðum faldi
frjóvhita í mold.
Nutum við svo náða
nætur við skaut.
Brátt við kosti báða
burtu var þraut.
Landmannalaug'ar.
Alt það bezta er Island á
inn ég fann við hraunin blá:
Lindir, bala, laufgan reit,
litskrúð fjalla, vötnin heit.
Laugar vella. Sætan söng
svanir kveða dægrin löng.
Biksvart hraun í breiðum sveig
bíður faðminn grænum teig-
Lækir niða. Létt úr mold
líður gufa yfir fold.
Söngur fljóts og suða hvers
saman binzt, sem lag og vers.
Jón Dan.