Eimreiðin - 01.07.1938, Side 102
334
HAMFARIR í THIBET
eimreiðik
Auk þess sem ég hef safnað upplýsingum um aðferðir þær,
sem lung-gom-pas beita, hef ég verið svo heppin að hitta þrja
meistara í þessari grein. Má segja að þetta hafi verið alveg
framúrskarandi einstæð og um leið ánægjuleg tilviljun, því Þ°
að allmargir munkar iðki limg-gom tilraunir, þá er eng'inn
vafi á því, að mjög fáir ná þeim árangri, sem til er ætlast, og
sannir lung-gom-pas munu vera mjög fáir til.
í fyrsta skifti sem ég sá lung-gom-pa var ég að ferðast um
Chang thang1) i Norður-Tibet.
Það var síðari hluta dags að ég var ásamt förunautum nun-
um á leið um slcttn eina. Við riðum hægt, og tók ég þá eftir
einhverjum svörtum díl langt burtu, sem bar hratt yíir. í kíki
mínum sá ég, að þetta mundi vera maður. Ég varð undrandi-
Á þessurn slóðum er fágætt að mæta manni á ferð. Síðustu tm
dagana höfðum við ekki séð eina einustu mannlega veru. Auk
þess ferðast menn ekki að jafnaði fótgangandi og einsaniln
um þessar auðnir. Hver gat hann verið, þessi ókunni ferða-
maður?
Einn af þjónum mínum kom með þá tilgátu, að maðurinn
kynni að vera úr flokki umferðakaupmanns nokkurs, sein ny-
lega hafði orðið fyrir árás af ræningjum. Myndi maðurinn
hafa flúið frá félögum sínum, eftir að ræningjarnir hófu áras-
ina á þá, og síðan vilst í eyðimörkinni. Þetta gat vel átt sd
stað. Og væri þetta rétt, ætlaði ég að lofa manninum
verða okkur samferða, þangað til við kæmum í tjaldstað
einhverra af kúahirðunum, sem reikuðu um þessar slóðiÞ
eða hvert sem hann vildi annað, ef það væri ekki langt 111
leið okkar.
En ég sá brátt, er ég hélt áfram að athuga manninn í Se&n
um kíki minn, að hann var eitthvað undarlegur í göngulag1
og að hann bar ótrúlega hratt yfir. Og þó að menn mínir gsetu
ekki með berum augum greint annað en dökkan díl, sem f®r®'
ist óðfluga yfir graslendið, voru þeir ekki lengi að taka eftn"
því einnig, hve örhratt hann nálgaðist. Ég rétti þeirn kíkm11-
I) Geysiviðlend grasi vaxin liáslétta, bar sem ekki lifa aðrir en fáeiu*11
hjarðmahna-ættkvislir i tjöldum. Eftir orðunum býðir chang thang-
norður-slétta. En betta iieiti er alment notað um öræfaflæmi, samskona
og bau, sem eru í Xorður-Tibet.