Eimreiðin - 01.01.1944, Blaðsíða 36
16
ÍSLAND 1943
EIMREIÐIN
förum í sambandi við' siglingar. Tíu skip, 7—500 smál., fórust á
árinu, auk þess nokkrir bátar undir 5 smál. Misstu íslendingar
á árinu um 2000 smálestir skipastóls. Sum slys stöfuðu af bern-
aðaraðgerðum og skotárásum, svo sem árásin á e.s. Súðina, er 2
menn fórust vegna skotárásar. Mest manntjón varð af Þormóðs-
slysinu 17. febr., er m.s. Þormóður frá Bíldudal fórsl ineð allri
áböfn, 31 manns.
MANNFJÖLDI á öllu landinu var um áramótin 1942—’43 alls
123.979 manns, samkvæmt liinu árlega manntali. Þar af voru í
sveitum landsins 60499, en í kaupstöðum 63480. Ibúatala kaup-
staðanna var þessi:
lleykjavík ............ 40902
Hafnarfjörður .......... 3873
Akranes ................ 1929
Isafjörður ............. 2897
Siglufjörður ........... 2790
Akureyri ............... 5644
Seyðisfjörður ........... 850
Neskaupstaður .......... 1082
Vestmannaey jar ........ 3513
Fólkinu fjölgaði á árinu 1942 um 1594 manns eða 1,3%. Er
það meiri fjölgun en á næsta ári á undan, en þá nam fjölgunin
1217 manns eða 1,0%.
Kaupstaðir eru liér taldir þeir bæir, sem öðlazt hafa kanp-
staðarréttindi og eru sérstök lögsagnarumdæmi. En auk kaup-
staðanna höfðu um sömu áramót 26 kauptún og þorp meira en
300 íbúa, og nam íbúatala þeirra samtals 14352. Hin raunveru-
lega íbúatala sveitanna að meðtöldum þorpum iiman við 300
manns er því í byrjun ársins 1943 aðeins 46147 manns.
Sv. S.