Eimreiðin - 01.01.1944, Blaðsíða 79
EIMREIÐIN
LÆRÐUR LEIKARI
59
heimamanna — aðeins með
nokkuð öðrum álierzlum o}>;
öðrum „pathos“. Þeir í flokki
heimamanna, sem kærðu si<;
um það, gátu með talsverðum
rétti sagt, að þessi fyrsta
tilraun hefði mistekizt. A illi-
öndin var sýml 5 sinnum,
en á því ári náði Ævintýri
á gönguför 73. sýningunni hjá
Leikfélagi Reykjavíkur.
Haustið eftir starfaði Harald-
ur enn nieð Leikfélagi Akur-
eyrar og sýndi tvö leikrit: „Sá
sterkasti“ og „Hrekkjabrögð
Scapins“. Vorið eftir ávann
hann sér tratist og virðingu
Reykvíkinga sem leikari í
hlutverki Klenows prófessors
1 «Sá sterkasti“ eftir Karen
Rramson, og litlu síðar sýndi hann „Lénharð fógeta
nieð Leikfélagi Reykjavíkur og „Hrekki Scapins með
Leikfélagi stúdenta. Allar þessar sýningar tókust mjög vel, og
það kom greinilega í ljós, einkum við sýningu stúdentanna,
sem voru algjörir viðvaningar, að Haraldi var mjög vel lagið að
segja til við leiki. Hann tók leikstjórnina fræðilega, að hætti er-
lendra leikstjóra, hver lilutur var hnitmiðaður, og engin setning
8ögð án þess að vera vandlega atliuguð og felld inn í samhengið.
Santstarf við slíkan leikstjóra lilaut að vera ánægjulegt og lær-
dóm.sríkt fyrir þá, sem vildu beygja sig undir liinn nauðsynlega
aga. Fvrir þá, sem ekki vildu bevgja sig, var auðvitað ekkert
annað að gera en að segja upp samstarfinu. Þeir voru þó nokkrir
af eldri leikendum Leikfélags Reykjavíkur, sem þótti hér kenna
nýrra grasa, og því varð minna úr samstarfinu við' Harald en
æskilegt liefði verið, og framhald varð ekki á því, fyrr en Har-
aldur liafði með tilslyrk nokkurra leikenda, þ. á m. stúdentanna
^rá Moliére-sýningunni, komið upp nýjum leikflokki, sem sumar-