Eimreiðin - 01.01.1944, Blaðsíða 39
eimkeiðin
I'ÖSTUHUGLEIÐINGAR
19
í guðsþjónustugerðinni. Guðsþjónustan er listform þar sem staða
mannsins gagnvart tíma og eilífð, skapara og sköpunarverki, er
tjáð á óafstæðan, óafmarkaðan hátt, það er að segja, ekki í ein-
stöku verki, sem takmarkast af ákveðnum sýningartíma eins og
sjónleikur, ákveðnum lestrartíma eins og bók eða lilustunartíma
eins og tónsmíð, lieldur sameinast tíminn og mannssálin í guðs-
þjónustunni; kirkjuárið er „umgerð“ þessa listaverks, maðurinn
inntak þess, sérliver maður. Helgisiðirnir, litúrgían, eru stafróf
guðsþjónustunnar, og frá þeim fæst í rauninni ekkert orlof
fremur en lífinu sjálfu; sérhver árstíð hefur sína þvðingu í þessu
listaverki, hver dagur sína messu, sína tíðagerð, sínar bænir,
sína óhjákvæmilegu lielgiathöfn eða minningu, sem ber að
rækja.
Að vísu er Htúrgían, lielgisiðirnir sem listgrein, stunduð af
sérstökum atvinnutrúmönnum, „listamönnum“, en það er klerk-
dómurinn og þó alveg sérstaklega munkarnir. I Regúlu lieilags
Benedikts, sem er lögmál allra vestrænna munkareglna að meira
eða minna leyti, eru heilir þrettán kapítular um skipan guðs-
þjónustunnar. Klausturlífið er fyrst og fremst litúrgiskt líf, en
það þýð ir að sérhver stund dags og nætur, og þar með ævin öll,
er óslitin helgiathöfn, samkvæmt liinni benediktisku setningu:
tibiqe credimus divinam esse praesentiam, vér trúum, að guð-
leg nálægð sé alstaðar. Að vísu eru í Benediktsreglunni sjálfri
ekki nema sex stundir ætlaðar lil guðsþjónustugerðar á degi
hverjum (allt að fjórtán hjá Karþúsínum), en þar fyrir utan
er hverri stund utan kirkju ætlaður staður í umgerð helgisið-
anna, að því leyti sem livert verk er unnið í lieilögum tilgangi,
þáttur liins litúrgiska lífs; jafnvel að snæðingi hlíta munkarnir
Htúrgiskum reglum, matskráin er samin í samræmi við þær, það
er spássérað eftir sömu reglum o. s. frv.
Innan samfélags kirkjunnar hefur sérhver leikmaður einnig
skyldur að rækja í þeirri ævilöngu guðsþjónustu, í breiðari
inerkingu orðsins, sem líf kristins manns skal vera. Skyldur
leikmannsins eru lireyfanlegar allt niður að ákveðnu lágmarki.
^msir helgisiðir kirkjunnar eru löngu orðnir þjóðsiðir, ekki að-
eins í þeim löndum þar sem kirkjan hefur staðið af sér öll siða-
skipti, heldur ná áhrif hinnar kristilegu guðsdýrkunar jafnvel
öl trúlausra manna í svokölluðum villutrúarlöndum. Má nefna