Eimreiðin - 01.01.1944, Blaðsíða 92
72
RITSJÁ
EIMREIÐIN
En svo eru ýmsar bækur, sem ákaf-
lega erfitt yrði að skipa formála-
laust í einhvern hinna sjö flokka.
Tökum t. d. hina nýju útgáfu af
FerSabók Eggerts Ólafssonar og
Bjarna Pálssonar í tveim bindum.
Rit þetta, sem kom út á dönsku
árið 1772, er vafalaust merkasta
ritið, sem um ísland var skráð á
18. öld og stórmerk heimild um
land og þjóð þeirrar aldar. Nú
geta menn eignast þessa hók á
íslenzku, en útgáfan er ekki eins
vegleg og vönduð sem jafnfrægu
verki hæfir.
1 síðasta hefti Eimreiöar var
getið um héraðssögu-faraldurinn,
sem gripið hefur um sig á síðustu
árum. Á árinu 1943 komu út að
minnsta kosti fimm rit þeirrar
tegundar: Baröstrendingabók, sem
áður hefur verið getið hér í Eimr.,
Hornstrendingabók, nýtt bindi af
Skagfirzkum frœöum, Þœttir úr
sögu Möörudals á Efra-Fjalli eftir
Halldór Stefánsson og Árnesinga-
saga I. Ýmsar fleiri héraða- og
sýslusögur munu í undirbúningi.
Með þessari útgáfustarfsemi bjarg-
ast ýmislegt gott og gamalt frá
gleymsku, þegar rétt og samvizku-
samlega er frá sagt. Sem heim-
ildasafn til sögu lands og þjóðar
hafa héraðssögurnar því nokkurt
gildi, þó að taka verði ýmsar þær
heimildir með varúð. En okkur
vantar itarlega og vandaða íslands-
sögu, sögu lands og þjóðar frá
upphafi til þessa dags. Sú saga
þarf að vera skipulega og skemmti-
lega samin, prýdd fjölda mynda og
umfram allt byrja á upphafinu, en
ekki einhversstaðar á 16. eða 17.
öld upp á þau býti, að upphafið
og endirinn komi einhverntíma
seinna. Það gegnir furðu, að þrátt
fyrir allar þær fjárfúlgur, sem búið
er að veita af opinberu fé til út-
gáfustarfsemi í landinu undanfar-
inn áratug, skuli enn ekki vera til
nein samfelld og ítarleg Islands-
saga, engin íslenzk-íslenzk orðabók
og engin ítarleg jarð- og landfræði
Islands. Sannleikurinn er sá, að út-
gáfustarfsemi ríkisins hefur verið
ærið handahófskennd, engu síður
en útgáfustarfsemi einstaklinga.
Þyrfti úr þessu að bæta, ef ríkið
heldur áfram á annað borð að fást
við þessa starfsemi, en lætur hana
ekki útgáfufyrirtækjum einstakl-
inga eftir með öllu.
Ég hef athugað lauslega hvers
efnis þær bækur eru, sem út komu
á íslandi árið 1943, og hefur komið
í Ijós, að langflestar bækurnar eru
skáldsögur. Af þeirri tölu bóka,
sem ég hef haft tækifæri til að
athuga, voru 27 þýddar skáldsögur,
en 16 frumsamdar skáldsagnabæk-
ur. í þessum flokki eru þó ekki
taldar barna- og unglingabœkur,
sem flestar eru þó sögubækur, en
a. m. k. 26 barna- og unglinga-
bækur liafa komið út hér á lantii
1943. Næst skáldsögunum eru
Ijóöabœkurnar ennþá flestar, því
16 Ijóðabækur hef ég fundið út-
komnar 1943. Vafalaust eru þær þó
fleiri. Bækur útkomnar 1943 um
sagnfrœöi og bókmenntasögu reynd-
ust 13 og œvisögur 13, flestar ævi-
sögurnar þýddar. Feröa- og landa-
lýsingar voru 11, og voru flestar
þeirra þýddar bækur. Af þeim
frumsömdu ber sérstaklega að geta
bókar Björgúlfs læknis Ólafssonar,
Sígrœn sólarlönd, sem hefur mik-
inn fróðleik að flytja um Austur-
lönd og er mjög skemmtilega rit-
uð. Eftir að þessar fimm greinar
bóka hafa verið taldar, fækkar mjöíí