Eimreiðin - 01.01.1944, Blaðsíða 94
74
RITSJA
EIMRKir>lN
laiidi<V, gcrðist í SkagafiriVi á þess-
um öldum og síðar. VeriV'ur því saga
Skagafjarðar jafnframt saga alls
landsins og ekki einskorðuð við það
hcrað. Kemur það einkum fram í
„Ásbirningum" og þessari bók, og
eykur það gildi bókanna stórum.
Saga biskupsstólanna á þessum
öldum er saga landsfns. Auk þess,
að lœrðir skólar voru þá á biskups-
setrunum og andleg menning streymdi
þaðan út um landið, var bið verald-
lega vald einnig mjög i höndum
biskupanna. Að þeirrar aldar sið er
kirkjan bér á Islandi barðdræg og
ásælin í auð og völd, liún verður
stórauðug og ógurlegt vald, bæði
yfir sálum maiina og eignuin. Veltur
því á miklu, að göfugir mcnn og
góðir fái bin æðstu völd, biskups-
dóminn. — Flest það, er menn vita
um sögu Jsleudinga frá 11. og 12.
öld, er ritað af skjólstæöingum bisk-
upanna, klerkunum. Er það, að vísu,
margt fullt af mærð og helgisögum,
en duglegum sagnfræðingum tekst þó
furðu vel að skilja hismið frá liveit-
inu og komast að kjarnanum. Hinir
fyrstu Hólabiskupar voru allir miklir
menn, sumir afliragðsmenn. Blikuna
dregnr upp undir lok 12. aldar með
komu Guðmundar „góða“ á sjónar-
sviðið norður þar, þótt nokkur undir-
búningur þeirra óhappaverka, er í
liönd fóru, befði fram fariö áður. —
Bókin Heim aS Hólum er samin
af mikilli vaudvirkni og lærdómi og
er böfundi og útgefendum til sóma.
Eins og böfundur segir í eftirmála
bókarinnar, er mikið þar af getgát-
um, sérstaklega um ættir, og verður
ekki bjá því komizt, þar sem heim-
ildir vantar víða. En höfundur forð-
ast fullyrðingar, nema þar sem hann
er öruggur um sannleiksgildi, og oft
eru rök lians og getgátur sennilegar,
t. d. þar sem liann ritar um ætt
Björns biskups Gilssonar. — Mjög
eykur það gildi bókarinnar, að höf-
unduf er stórlærður í kirkjufræði
miðalda og almennri kirkjusögu og
hugsunarhætti kaþólskra manna stið-
ur í löndum. Kristnin var ekki gömul
né rótgróin liér á Islandi á 11. og 12.
öld, stutt til forns átrúnaðar og laun-
blóta, þjóðin fastbcldin á fornar
venjur, gáfuð og allvel efnum búin.
Var því við raman reip að draga fyrir
kirkjuna að kúga böfðingja og alþýðu
undir ok sitt — en lakara lyndiseðli
íslendinga kom þar til bjálpar, valda-
græðgi, ágirnd og flokkadrættir riðu
baggamuninn og steyptu þjóðinni í
glötun. —
Heldur kaun ég illa við að segja
„vestan um liaf“, cr menn koma
hingað frá Skotlandi, írlandi eða eyj-
unum á því svæði, þótt þetta orða-
tiltæki sé algengt, sömuleiðis „þeir
dvöldu fyrir norðan land“, í stað: A
norðurlandi. Ekki finnst mér Einar
Þveræingur vaxa við það, að böfund-
ur kennir hann við einn stjórnmála-
flokk (Heimastjórnarmann!!). Efast
um, að Einar hefði skipað sér í flokk
þann, ef bann hefði uppi verið á
öndverðri þessari öld. —
Ágæt lýsing er í bókinni á staðn-
um að Hólum, talinn upp fjöldi ör-
nefna, sem mörg eru tcngd söguleg-
um atburðum. — ítarleg beimilda-
skrá og nafnaskrá er loks í bókinni.
Þorsteinn Jónsson.
FERÐABÓK EGGERTS ÓLAFSSON-
AR OG BJARNA PÁLSSONAR
um ferðir þeirra á íslandi árin
1752—1757, samin af Eggert Ólafs-
syni og úlgefin á dönsku í Sórey
1772, kom út, í íslenzkri þýðingu eftir
Steindór Steindórsson frá Hiöðum, a
síðastliðnu liausti. (Útgefendur: Har-