Eimreiðin - 01.01.1944, Blaðsíða 75
eimreiðin
LÆRÐUH LEIKARI
55
og Haraldur hlutverk
Kára. Þeir töldu liana of
unga (hún var þá aðeins
23 ára) til að takast á
hendur að sýna Höllu í
öræfakofanum og ekki
vel ráðið að velja þetta
viðfangsefni handa hyrj-
endum. Haraldur, sem þá
var maður á bezta aldurs-
skeiði, 36 ára að aldri,
féll leikdómendunum bet-
ur í geð sem Kári. Þeir
fullyrtu, að lífsreynsla
hans kæmi lionum að not-
um, og þó liugkvæmni
hans væri ekki mikil,
bæri hann af meðleikanda
sinum vegna tæknislegrar
kunnáttu. — Þetta var í
stuttu máli einkunnin,
sem leikendurnir fengu hjá gagnrýnendum, þegar þau liófu lífs-
starf sitt.
Haraldur Björnsson gerðist ekki danskur leikari. Honum stóð
til boða að gerast það, og um nokkurt skeið lék hann í leik-
flokki hjá Adam Poulsen. En Haraldur Björnsson liafði ekki tek-
ið ákvörðun sína um það að læra að leika til að ná sér i þægilega
stöðu í öðru landi. Ákvörðun lians var sprottin út frá einlæguni
vilja til gagngerðra breytinga á því leiksviði, sem liann þekkti af
alllangri reynslu. Áður en liann afréð að læra að leika, hafði
hann um nokkurra ára skeið verið einn ineð mikilvirkustu leik-
endum á Akureyri. Eins og obbinn af íslenzkum leikendum fyrr
°g síðar hefði liann vel getað látið sér nægja þá reynslu og þekk-
ingu, sem hann liafði öðlazt í ýmsum hlutverkum á leiksviðinu
á Akureyri, og sennilega allt fyrir það komizt í tölu skárri leik-
enda. En maðurinn var ekki þannig gerður, að hann léti sér
iiægja að leika eftir þá list, sem viðvaningar höfðu sýnt hér á
leiksviði mann fram af rnanni — og sýna enn í dag. Hann var
Haraldnr Björnsson í hlutverki Kára
„Fjalla-Eyvindi